Já ég tók smá rúnt í gær niður að Vöku ( http://www.vakaehf.is/ ) í gærkvöldi á tjekka á þessum eðal bílum og jeppum sem eru á leið í pressuna eða varahluti. Ég hef nú séð þá nokkra fara í pressuna hjá þeim eftir því sem ég best veit sem ég reyndi að fá upplýsingar um í gegnum síma og e-maili en án árangurs, og mér finnst þetta fyrirtæki almennt soldið svona grátt og niðurdrepandi. En þegar ég ætlaði að kíkja í gegnum girðinguna hjá þeim í gær þá allt í einu stekkur sheffer hundur (hinumegin við girðinguna samt) og byrjar að gelta eins og andskotinn á mig og ef þessi girðing hefði ekki verið hefði kvikindið líklega rifið mig í sig. Ég ætlaði nú bara að forvitnast um hvers konar vitleysisgangur þetta er. Það virðist ekki vera nóg að girða þetta svæði duglega af en þá þarf að fá hund til að reka fólk burt.

Hafa menn verið að stökkva yfir girðinguna rænandi hlutum burt? því það mætti nú alveg vera með fangelsi innan þessara marka sem þessir mis ónýtu bílar eru.

En mín spurning er sú hvað vakir fyrir mönnum? veit einhver um rök fyrir að hafa þennan hund þarna? (svo veit maður ekki hvernig aðstöðu þessi hundur hefur aðgang af) Mér leið bara eins og ég væri komin til Bandaríkjana á vafasamt svæði eða eitthvað

Hvað er í gangi

TKB