Þá er maður í frekari bílahugleiðingum og hef ákveðið að reyna að kanna hvort einhver hafi ekki áhuga á þessum gæðagrip, fyrir þá sem ekki vita er þetta 1974 Ford Capri GT MK1, bíllinn var tekinn í gegn veturinn 1991 og aftur nú í vetur (2004-2005). Bíllinn kom upprunnalega með 2.0 lítra V4 með einn yfirliggjandi knastás, 8.2 : 1 í þjöppu og 4 gíra kassa, hann var fluttur inn til Íslands sumarið 1975 og fyrst skráður 21. Ágúst 1975 Fékk þá númerið R-26363 og bar það til ársins 1991. Bíllinn er með 5 gíra kassa úr 2.0 lítra Ford Sierru og 2.8 lítra V6 Bronco II mótor sem skilar honum þokkalega vel áfram enda vigtar bíllinn ekki nema rúmlega 900 kíló. Með bílnum fylgir sett af sandblásnum 13" Rostyle felgum, og póleraðir sílsalistar sem eiga að fara á brettinn/hurðarnar. Bíllinn er ekinn rúmlega 118 þúsund kílómetra (eða rúmlega 40 þúsund km. frá alsherjaruppgerð 1991) bíllinn er í mjög góðu standi. Rétt skal að taka það fram að bíllinn er sá eini sinnar tegundar á landinu.

Myndir af bílnum sem og frá uppgerð hans má finna á
http://www.cardomain.com/ride/623117

Ásett verð er 700 þúsund, skoða öll tilboð.

Allar frekari upplýsingar í tölvupósti á bilavefur@internet.is eða í síma 693-4684 Maggi.