Sælt veri fólkið!

Ég var að skipta um bíl nýlega (sem auðvitað er í frásögur færandi, þess vegna nefni ég það) :-)

En álfelgurnar eru skítugar (og svolítið tærðar sums staðar), en það ætti þó alveg að vera *hægt* að láta þær líta ágætlega út. En nú er ég búinn að vera að hamast á þeim með tjöruleysi, en það gengur nú bara ekki nógu vel…

Veit ekki einhver um eitthvað fyrirtæki sem þrífur, eða jafnvel gerir upp álfelgur?

(Eða vill einhver koma með einhverja betri hugmynd en að nudda & nudda & nudda (í rúma 2 tíma) felgurnar með tjöruleysi)?

Öll hint vel þegin.

-K