Ingvar Helgason er loksins búinn að láta hanna nýja heimasíðu en sú gamla var hreint út sagt hörmung. Sú nýja er svo sem ágætt en maður hefur nú séð þær betri og svo sem verri líka. Eitt fannst mér skrýtið og það var á Imprezusíðunni hjá þeim. Þar er verið að fjalla um ódýrari bílinn, þe Impreza GX og í báðum tilfellum láta þeir inn mynd af Impreza WRX. Stórfurðulegt að vera að auglýsa bíl og láta svo inn mynd af allt annari týpu. Svo er verðið á aukahlutum í takt við umboðaaukahlutaverð. Stór spoiler á Impreza kostar 89.000 kall. Það hlýtur að vera all svakalegur spoiler fyrir þennan pening.