Loksins, loksins erum við bíleigendur farnir að sjá einhverja samkeppni í bensínverði. Sjálfafgreiðslustöðvar olíufélaganna hafa verið duglegar við að lækka verðið hjá sér í dag og er það gott mál og vonandi að þetta sé ekki skammvinnt ástand. Svo ætlar Esso að lækka bensínið hjá sér á morgun þar sem krónan hefur styrkst um 4% síðan á fimmtudaginn.