Staðan eftir fyrsta dag og 8 sérleiðir er eftirfarandi

MCRAE Ford
BURNS Subaru
SAINZ Ford
MAKINEN Mitsubishi
AURIOL Peugeot
GRONHOLM Peugeot

McRae hefur verið að keyra ótrúlega vel í dag en Burns hefur þó verið að auka hraðann á sérleiðum 5-8 og hefur bilið á milli hans og McRae minnkað talsvert. Burns missti vökvastýri á sérleið 5 og afturbremsur hættu að virka á sérleið 6. Áhorfandi truflaði Makinen á sérleið 6 þar sem hann var í botn í 6. gír og skemmdi hann framenda og intercoolerinn talsvert. Petter Solberg sneri bílnum á sérleið 6 og tapaði tíma á því en á meðan var Didier Auriol með vandræðum með grip að aftan. Harry Rovanpera er hættur vegna bilunar í fjöðrunarkerfi. Kenneth Eriksson og Alister McRae sem báðir aka Hyundai urðu að hætta keppni eftir að kviknaði í bílum þeirra. Eriksson hafði stuttu áður átt í miklu basli með pústkerfi.