Ég heyrði í útvarpinu um daginn þá umhugsun að setja svokallaðan Stóra Bróður í bila.. þá gæti lögreglan alltaf fylgst með ökumönnum gegnum eitthvað tæki sem væri tengt til einhverrar stjórnstöðvar eða eitthvað.. og þá gæti lögreglan alltaf séð hvort maður væri að keyra of hratt og þannig lagað. Eeen fyrir okkur bílaáhugamennina.. verður ekki þá svoldið vitlaust að kaupa sér kraftmiklu sportbíla? allavegana ef þetta yrði gert þá mun ég heimta það að fá einhverja góða kappakstursbraut. :) og ef þessi svartikassi(Stóribró) verður settur í bíla þá HEIMTA ég einhverja braut, ekki bara einhverja kvartmílubraut sem sýnir ekkert um hve góður ökumaður maður er heldur einvhverja með nokkrum beygjum og þannig.. En ég veit svosem ekki mikið þarsem maður er ekki einusinni með próf :)