Ég skil ekki allveg þessa áráttu með að setja niður ljós allstaðar, t.d. er verið að setja gönguljós yfir Kringlumýrarbraut við Kringluna þegar það hefðir verið miklu heppilegra að setja göngubrú. Fólk hefur hlaupið þarna yfir í mörg ár (þar á meðal ég) ég efast um að það fari einhver að nota þessi ljós, nema kannski til að ýta á takkann og hlaupa svo yfir svona rétt til að pirra náungann á bílnum + að þetta tefur umferðina allveg rosalega mikið á þessari braut þar sem umferð þarna er mjög mikil milli 4 og 6 á daginn.

Svo er annað ég keyri bústaðar veginn mjög mikið og núna er verið að setja niður ljós þar við Valsheimilið milli flugvallarvegar og Miklubrautar sem ég sé ekki allveg hvaða tilgangi eiga að þjóna nema tefja og pirra vegfarendur.

Átti ekki að færa þessa hringbraut til að sleppa öllum ljósum og til þess að láta umferðina ganga betur ?

Svo eru mörg önnu ljós sem búið er að setja niður án þess að þjóna tilgangi nema kannski til að tefja.

Svo spyr ég að lokum. Er ekki verksvið vegagerðar að greiðafyrir og leiðbeina vegfarendum en ekki að tefja og pirra ?

bk.
Predato