Ég ætla að byrja á að þakka ykkur fyrir alla hjálpina með bílakaup, ég er búin að prófa ekkert smá marga bíla undanfarna daga og fór í dag á Selfoss þar sem þar voru tveir bílar sem mér leist á. Annars vegar Honda Accord 1992, keyrð 146 þús. og svo Toyota Carina E 1993, keyrð 209 þús. Accordinn fannst mér skemmtilegur nema að hann er svo ólipur. Ég hef átt nokkra bíla af þessarri stærðargráðu en aldrei lent í veseni á bílastæðum eins og á þessum bíl. En hann lítur frábærlega vel út, lítið keyrður, mjög sprækur, einn eigandi og alltaf verið smurður reglulega oþh. Hægt er að fá hann á 350 þús. á borðið en ásett verð er 550.000.

Svo var það Carinan…ég veit ekki hvað það var við bílinn því hann var með beyglur og sjúskaður að utan en fínn að innan. Ég gjörsamlega féll fyrir bílnum, hann er með allt sem mig langaði í aukalega (tvívirka topplúgu og gott soundsystem sem dæmi). En hann er keyrður mikið en búið að skipta um tímareim og sæmilega hugsað um vélina. Alveg stórskemmtilegt var að keyra gripinn og á mig örugglega eftir að dreyma hann í nótt. Ég get fengið hann á 230 þús. á borðið og ákvað ég að borga fyrir söluskoðun á honum og fæ að vita í fyrramálið hvernig hún kemur út.
Mér finnst skipta miklu máli að nafnið á bílnum er Toyota því ég hef átt tvær eldri Carinur sem klikkuðu ekkert.

Væri gaman að vita hvað ykkur finnst um þetta, er ég að gera stóra skissu, á ég að sætta mig við ólipurleikann á Hondunni (eða göllum annarra bíla sem ég hef prófað) og gleyma Toyotunni því hún er mikið keyrð?

IceCat<br><br><b>eaue skrifaði:</b><br><hr><i>Ég hef ákveðið að gera alltaf það sem mér þykir réttast í kattauppeldi, og það er að hlýða kisa í einu og öllu</i><br><h