HJÁLP!

Jæja, loksins dreif ég mig í bílinn.
Við erum t.d. að skipta um ytri hjöruliði beggja megin í CRX-num.
Við byrjuðum á þeim vinstri og það gekk eins og ekkert væri en ég er í vandræðum með þann hægri, hann er gjörsamlega frosinn fastur í náinu.
Ég var búinn að berja með stórri sleggju, og svo notaði ég púllara og braut hann, búinn að spauta WD40 á þetta beggja megin og hann er pikkfastur, finnst samt ég vera búinn að hreyfa hann um bara einhverja 2 mm.

Er einhver hérna með ráð fyrir mig hvernig ég gæti náð honum úr?

Svessi
Honda CRX VT ´91