Ég er í smá vandræðum, ég ek um á Galant TwinCam 1993 módeli en hann er samt með nýja boddíið. Mér finnst sjálfskiptingin orðin eitthvað svo skrýtin, ég er varla komin upp í 30-40 km/klst þá er hann komin í þriðja gír og ef ég tek af stað og sleppi svo bensíngjöfinni þá höktir hann niður um gír. Nákvæmlega eins og ef ég hefði tekið í handbremsuna ???

Hvert á ég að fara til að láta athuga þetta, ég er skíthrædd um að sjálfskiptingin sé að gefa sig. Hún var tekin upp í 152 þús. km. en bíllinn er alls ekinn 176 þús. núna.

Með von um skjót og góð svör :)

IceCat bílaljóska