Ég er að gera upp vél úr ´88 colt 1.6 turbo og túrbínan var rifin í dag. Það sem kom út úr því var að hún er ÓNÝT, sem er heilmikið svekkelsi því ég er búinn að eyða yfir 100000kr í mótorinn. Öxullinn og annað hjólið höfðu snúist utan í túrbínuhúsinu og skemmt það og svo var húsið sprungið líka. Maðurinn sem reif túrbínuna bauð mér að flytja inn túbínu fyrir u.þ.b. 100000 kall, en hélt kanski að hann ætti eitthvað af túrbó slátri til að bjarga mér. Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera, panta nýja eða reiða mig á eitthvað úr ruslahaugnum hans?

Veit kanski einhver hér um túrbínu sem passar fyrir 1.6 bensínvél, einhverja svipaða og er í coltinum?

Kveðja Gísli Viðar.<br><br>Ég er ekki ég, ég er annar. -Megas