Ég var að eignast 16x8 álfelgur undan Trans am 1986 og má segja að þær séu alveg forljótar. Þær eru húðaðar með glæru sem er frekar flögnuð og álið undir náttúrulega veðrað.
Er einhver með hugmyndir um hvernig sé best að ná þeim góðum, mér hafði dottið í hug að sanblása þær og glæra síðan aftur. Einnig hefur mér dottið í hug að fá einhvern til að renna úthringinn en hef ekki ennþá dottið neinn í hug. Ef einhver hefur hugmyndir þá eru þær mjög vel þegnar.