jæja, þá er þessi blessaða helgi búin, enginn látinn ennþá, sem er gott.
Það eru nokkur atriði við þetta rútuslys sem eru að bögga mig, það er talað um að þessi Pajero hafi verið á miðjum veginum og þess vegna hafi bílstjóri rútunnar farið út af, og svo aftur upp á veginn, velt rútunni og runnið 20 til 30 metra á hliðinni, hefur engum dottið í hug að athuga hraðann á rútunni? til að svona ferlíki geti farið út af veginum, upp á hann aftur, dottið á hliðina og runnið þannig 20-30 metra þarf rútan að hafa verið á þó nokkuð miklum hraða, hvar er “tillitssemin” í rútubílstjóranum þarna? ég geri það oft að vera á miðjum vegi þegar ég er að mæta svona bílum á malarvegum, því rútu og vörubílstjórar eru alveg extra slæmir með að hægja ekkert á sér og úða yfir mann grjóti, þess vegna held ég mig á miðri akrein og læt þá hægja á sér, þá færi ég mig út í kant, ég er viss um að þessi “skelfilegi” pajero hefur verið að gera þetta en rútubílstjórinn panikað, eftir myndunum að dæma þá var rútan að fara niður brekku, jafnvel nýkomin yfir blindhæð? mér finnst þessi fréttaflutningur að “leitað er að jeppa sem var valdur að slysinu” fáranleg, ef rútubílstjórinn hefði hægt á sér þá hefði ekki orðið neitt slys, ég er sannfærður um það, <br><br><b><font color=“red”>Speed is just a question of money. How fast can you go?</b></font