Var að pæla hvort einhver nennti að eiða í mig tíma og segja mér hvað hægt er að gera við vél úr Lanos (og gróflega hvað það kostar)? Tók þetta af www.benni.is og er það eina sem ég veit um vélina: 4ra sílindra, 1,6 lítra, 16 ventla með tvo ofanáliggjandi kambása og rafeindastýrt innsprautu- og kveikjukerfi.

Er ekki hægt að gera einhvað við hana ANNAÐ en að skifta um púst og loft síu? Það hlítur að vera slatti sem hægt er að gera við allar vélar..

Ég veit ekker um bíla annað en að maður setur þá á verkstæði ef einhvað bilar.. þannig að ég þakka kærlega fyrir ef einhver nennir að gefa sér tíma í ráðleggingar (hef heyrt áður þá ráðleggingu að kaupa mér bara annann bíl ;) ) takk