Ég á Toyota Corolla árg. 1990, 3ja dyra, 1300 bíl, ekinn 195.000 km. Ég hef verið í vandræðum með bensínið og datt í hug að leggja þetta fyrir ykkur. Þannig er að þegar bíllinn er ræstur getur það gengið alveg eins og smurt ef hann stendur á jafnsléttu. Ef ég er í halla, afturábak eða áfram - skiptir engu, þá þarf ég að botnstanda gjöfina í dálítinn tíma þar til hann virðist taka við bensíninu og hökta í gang. Hann er að fá fínt start og það þýðir ekkert að pumpa gjöfina, verð að botnstanda hana. Eins er það ef ég er að bruna upp brekkur t.d. Ártúnsbrekkuna þá er eins og allur kraftur sé úr honum og ég dett niður í 50-60 km/klst, jafnvel 40 km/klst nema að ég botnstandi gjöfina. Hef skipt um síur og olíu og sett redex/sjálfskiptivökva á tankinn. Það hefur ekki breytt nokkrum hlut. Getur verið að það sé einhvers konar bensíndæluvandamál í gangi hér? Ég hef ekki lagt í að skoða dæluna en veit að hún er svo sem ekki dýr, eitthvað um 7.000 kall en vil alveg losna við að kaupa hana ef að þetta er eitthvað sem menn kannast við og gæti skýrst af einhverju öðru.

P.s. Ég er óvön bílaviðgerðum, hef bara verið að dútla mér við að dytta að kerrunni eftir því sem ég hef getað sjálf, bremsuklossa, síur og svoleiðis einfalda hluti þannig að það þýðir lítið að koma með eitthvað ,,bílamál", ég skil það ekki ;)