Ég hef verið að velta fyrir mér af hverju verð á nýjum bílum hefur ekki lækkað neitt á síðustu misserum. Nú hefur íslenska krónan styrkst undanfarið. Japannska jenið hefur t.a.m. lækkað um 12.47% frá 1. jan 2002 eða um rúm 7% frá 1. júlí 2002. Eru bílaumboðin að reyna að rétta sig af eftir mikinn hallarekstur síðustu ára. Ég held að hér væru sóknarfæri fyrir umboðin og einnig held ég að nú ætti t.d. að vera ódýrara að flytja inn bila frá USA enda hefur bandaríkjadollarinn lækkað um 20% á einu ári.

DON<br><br>———————————–
clean desk is a sign of a sick mind
———————————–