Nú hef ég ákaflega gaman af fjórhjóla fákum en leiðist það nokkuð sem er boðið upp á af innlendu sjónvarpsefni um þetta (nema hvað mér finnst það sem sýnt er af íslenska rallinu fínt!)
Ég fíla WRC röðina en leiðist að horfa á F1 (ekki minn stíll!)

Segið mér nú, kærur Hugarar, hvort það séu fleiri akstursíþróttir í gangi en þessar í íslensku sjónvarpi? Ég er mest fyrir akstursíþróttir í einhverjum tækjum sem líkjast bílum eða hjólum (bæði í hljóði og útliti, það útilokar torfæruna og F1) og vildi helst sjá eitthvað sem fram fer á malbiki.

Er ekkert til af þessu efni hér á klakanum, verð ég að DL-a því eða flýja land til að komast í eitthvað svona?

(Má svo sem taka það fram að ég hef séð aðeins af Le Mans og fílaði það vel, það var sko bílahljóð í þeim farartækjum en ekki þetta leiðinda formúluískur!)

Með kveðju;
Þorbjörn