Ég rakst á grein á www.pistonheads.com

Það eru merkilegar pælingar sem koma fram varðandi brot ökumanna á hámarkshraða.

99% karlmanna brýtur hraðatakmarkanir og 97% kvenna (tvö prósent þeirra segja sennilega ósatt;)

Þetta hefur aukist verulega í UK þar sem áður fyrr var miðað við 85%. Í millitíðinni hefur hámarkshraði víða verið færður úr 100 kmh í 50 kmh og þar sem það hefur verið gert hefur slysatíðni aukist gífurlega (um 51%) en hafði áður minnkað ár frá ári.

Það er augljóst eins og við vitum flest að ef hámarkshraði er óraunhæfur þá fer fólk ekki eftir honum, það þýðir að fólk keyrir kannski ennþá hraðar sem aftur eykur líkur á slysum.

Staðreyndin er nefnilega sú að fólk keyrir almennt á þeim hraða sem það telur að sé öruggur og það mætti kannski segja að 85% af þeim hraða sé það sem ætti að vera löglegur hámarkshraði…

Semsagt… fólk keyrir á 90 í Ártúnsbrekkunni þá ætti hámarkshraði þar að vera 76.5 kmh eða nálgað í 80.