Hvernig er farið með bílana okkar?

Bíll er ein mesta fjárfesting sem við leggjum í. Með því að kaupa bíl þá öðlumst við einkarétt til að nota hann eða leyfa öðrum að keyra eftir því sem við ákveðum sjálfir. Við bílaáhugamenn hugsum yfirleitt vel um okkar bíla og pössum okkur að misnota þá ekki, og ef við gerum það þá erum það við sem borgum reikninginn.

En hvernig er með þá sem þjónusta bílana okkar?

Ég rakst á þráð á Mustang síðu um misnotkun starfsmanns bílaumboðs á bíl viðskiptavinar:

http://65.31.67.109/showthread.php?threadid=29134&p erpage=15&pagenumber=1

Viðskiptavinur kom með nýjan Ford Mustang Cobra blæjubíl í athugun þar sem að hún var ekki alveg ánægð með hann. Hún tók það sérstaklega fram að hún vildi ekki að einhverjir bílaböðlar færu að leika sér á bílnum (maður á nú ekki að þurfa að taka það fram) en engu að síður tóku tveir starfsmenn sig til og tóku bílinn á yfirgefna flugbraut þar sem að bíllinn var settur upp í 140 mílna hraða. Ekki nóg með það þá fór annar þeirra að gorta sig af þessu á netinu og gaf upp hvaða bílaumboð þetta væri og númerið á bílnum (hversu vitlaus geta menn verið).

Nú hafa bílaáhugamenn frá öllum heimshornum (og tegundum) lýst vanþóknun sinni á þessu og allavegana starfsmaðurinn sem keyrði fengið skjót starfslok en eigendurnir eru að undirbúa málsókn á hendur umboðinu.

Þetta varð til að ég fór að hugsa um það hvernig þeir sem treyst er fyrir bílunum okkar hugsa um þá.

Þegar ég var nýbúinn að kaupa minn TransAM þá fór ég með hann í smurningu (sem ég sé vanalega um sjálfur, var eitthvað latur). Smurstöðin (sem ég ætla ekki að gefa upp hver var, svo hröð starfsmannavelta á þessum stöðum að sá sem er ábyrgur er örugglega löngu hættur) var rétt hjá mínum vinnustað svo ég skildi bílinn eftir og sótti hann í lok dags.

Það sem ég var óánægður með var að planið var með ansi mörgum svörtum gúmmírákum sem pössuðu við mína dekkjabreidd (sem ég hafði ekki séð um morguninn) þegar ég sótti bílinn. Einnig var þarna nýr BMW þristur og voru einhverjar rákir líklegast eftir hann (þær voru allavegana við það stæði og sama dekkjabreidd).

Eftir þetta þori ég ekki að fara frá þegar það er unnið í mínum bílum. Ég var mjög pirraður en gat ekkert sannað. Eflaust hafa fleiri bílaeigendur lent í því sama.

Mér finnst það ótrúlegt að menn skuli leyfa sér þetta, maður er að borga þeim fullt verð fyrir þjónustu og þeir misnota bílinn í staðinn.

Eflaust eru flestir starfsmenn bílgreina vandir að virðingu sinni en þessir bjánar eyðileggja orðstýr hinna. Nú spyr ég ykkur, hafið þið lent í einhverju í þessa veru?

JHG