Gamalt og óöruggt fólk í umferðinni. Hver kannast ekki við það að rekast á gamla kallinn með hattinn, þá gjarnan á sömu leið og maður sjálfur og helst ekki yfir 25 km hraða. Eflaust hent okkur öll. Ástæðan fyrir þessum greinaskrifum mínum er óánægja mín með þær litlu kröfur sem settar eru fyrir endurnýjun ökuleyfis, nóg að fá útgefið læknisvottorð og þar með er málið leyst. Sjálfur er ég á þeirri skoðun og endurtaka skuli minnst verklega hluta ökuprófsins á 5 ára fresti eftir sextugt þar sem umferðarmenning er í sífelldum vexti og erfiðara er að aðlagast slíku eftir því sem árin færast yfir einstakling. Mig langar að taka hérna dæmi um rúmlega sextugann mann sem ógnaði öryggi sínu og fjölmargra annara í júlí síðast liðnum. Ég var sjálfur á leið til vinnu þennan daginn, kl orðin 10 og enn töluverð umferð. Á miðri leið minni í kringluna, er sjálfur í vesturbænum, stöðva ég á rauðu ljósi á bústaðaveginum við Valsheimilið. Ég er á vinstri akrein og beygjuakgreinin auð hliðina á mér. Þá kemur Þessi fíni herra á gráa volvoinum sínum frá flugvellinum og beygir til vinstri inn bústaðaveginn, nema hvað að í stað þess að fara inn á hægri helming Bústaðarvegarinns, hinum meginn við umferðareyjuna, þá beygir hann inn á beygjuakreinina fyrir umferð úr minni átt og keyrir eftir henni fram hjá tugum bíla. Ég fylgdist með og hlustaði á fólk æpa og flauta á herrann sem tók ekki eftir nokkru og beygði inn á aðreinina frá Valsheimilinu, einstefnugata, og ók eftir henni inn á Vatnsmýrarveginn og þar inn á rétta akrein. Sem betur fer urðu þarna engin meiðsli á fólki og ég gat því haldið mína leið með bros á vör en þó ugg í hjarta yfir því að vita af svona ökumönnum í umferðinni. Þeta er sko ekki eina dæmið sem ég hef séð af svona háttsemi og spyr ég því hvað er til ráða? Hvað getum við óbreyttur almúginn gert í þessu?

(Beðist er velvirðingar á stafsetningavillum og röngu málfari enda allt ritað í flýti og laumi á vinnustað:) )
Daðmundur hinn spaki