Verðstríð á bílum í svíþjóð. Tekið af mbl.is



Verðstríð á nýjum bílum er skollið á í Svíþjóð. Bílaumboð hafa lækkað verðið töluvert að undanförnu vegna samdráttar í bílakaupum Svía. Til marks um það hefur Volvo lækkað verðið um allt að 18%. Volvo S80 hefur lækkað um 54 þúsund sænskar krónur, eða rúmar 500 þúsund íslenskar krónur.

Fram kemur í sænska dagblaðinu Aftonbladet í dag að nær öll bílaumboðin hafi lækkað verðið töluvert að undanförnu. Áður kostaði Volvo S80 303.900 sænskar krónur, en er nú á 249.900. Volvo S/V40, sem kostaði áður 216.200 er nú seldur á 189.900 sænskar krónur.

Verð á japönskum bílum hefur einnig lækkað og sem dæmi um það lækkaði verðið á Suzuki Vitara um 48 þúsund sænskar krónur. Þá hefur umboð kóresku bílanna Hyundai boðið bensínúttekt fyrir 10 þúsund sænskar (94 þúsund íslenskar krónur) fyrir þá sem kaupa nýja bíla hjá umboðinu.

Volkswagen hefur einnig lækkað verðið í Svíþjóð á Polo, Golf og Passat. Polo Foxline er nú í boði fyrir 114.900 sænskar, en var áður á 130 þúsund. Golf Wolfline er á 129 þúsund en var áður á 144 þúsund og Passat Turbo kostar 189.900, en áður var hann seldur á 211 þúsund sænskar krónur.
—————————
Af hverju skeður þetta ekki hjá okkur?