Mig langar að varpa því fram. Fyrst að lögreglan er að gera herör á “ökuníðinga” með því að hækka sektir og “bæta” þar með umferðarmenninguna. Afhverju getur hún þá ekki bætt hana fullkomlega og sektað fólk fyrir að aka á sama hraða á vinstri eins og umferðin gerir á hægri. Í mínu höfði er sú hugmynd að þetta fólk skapi mikla hættu í umferðinni og valdi óþarfa áhættu við frammúrakstur. Einokun á vinstri gegnir líka því kvimleiða hlutverki að teppa fyrir allri umferð á þessari akrein og þá tala ég líka um fyrir lögreglu, slökkviliði og sjúkrabíl. Fyrst að lögreglan er að reyna að bæta þessa umferðarmenningu þá þarf hún að taka þetta fólk, gefa aðvörun og ef hún tekur þetta fólk aftur þá fær það sekt. Ef það er tekið í þriðja skiptið á skömmum tíma þá senda það aftur í próf.

Meginpartur af því fólki sem teppir vinstri akrein er gamalt fólk sem er óöruggt í umferðinni, og hugsar með sér “GLANNAR þetta var ekki svona árið 1950 þegar að ég fékk prófið”. En núna eru breyttar aðstæður en þau hafa ekkert breyst. Það er bara engu líkara en að þau hafi ekki breytt yfir á hægri þegar að hægriakstur var settur á.

En þetta er málið það eru alltaf til tvær hliðar á öllum málum “of hraður akstur, of hægur akstur”, “glannaakstur og uferðarteppa”.
Mér finnst að það ætti að taka á þessu líka og að allt fólk eldra en 70 fari í endurmentun á 3 ára fresti.

Lokaorð burt með sniglana.
þið vitið hvað ég meina.