Ég birti þetta í greinarformi svo það þurfi sem minnst að endurtaka þetta og að þetta verði yfirleitt lesið. Svo gefur þetta ykkur líka auðveldan möguleika til að tjá ykkur um þetta mál.

Nú er búið að senda mér tvær greinar sem voru teknar óbreyttar, en þó með tilvísun til höfundar og birtingarstaðs, af Heimasíðu Leó M. Jónssonar, www.leoemm.com.

Þetta eru eflaust prýðisgreinar, enda býst ég ekki við öðru af Leó. Þetta er hinsvegar efni sem er auðvelt að nálgast og síðan er meira að segja í tenglasafninu.

Ef ykkur liggur mikið á hjarta um greinar birtar annarsstaðar en nennið ekki að skrifa um efnið sjálfir vill ég benda á annan möguleika: birtið tengil á korkunum og setjið ykkar athugasemdir við.

Því má bæta við að auglýsingar, einnar línu fyrirspurnir og annað slíkt á heima á korkunum en ekki sem greinar. Þegar ég tek á móti þannig í greinarformi bjóðast mér tveir möguleikar, annarsvegar að eyða efninu, hinsvegar að senda það á kork. Ég get í báðum tilfellum látið senda skilaboð til höfundar um hvaða tilfæringar voru gerðar en vegna magns af óviðeigandi greinum geri ég það bara í sérstökum tilfellum. Í stað þess að birta það sem þið sendið inn strax á korkinum er verið að láta efnið bíða eftir að lúta geðþótta mínum.

Virðingarfyllst
Mal3
Umsjónarmaður á Bílaáhugamáli