Peugeot 407 coupé Það hafa eflaust margir heyrt um þetta en núna er peugeot að skipta út 406 og taka inn 407 í staðinn fyrir 406 coupé hefur peugeot kynnt 407 coupé sem að mun vera rúmmeiri.
Peugeot 407 coupé mun koma með nýrri 2.7 V6 Disel vél sem að er 205 hestöfl, allir þeir sem að hafa fengið að prufukeyra þennan bíl finnst Diselin vera að standa sig vel í sportbíl
Og svo er það hefðbundna 3.0 V6 bensín vélin sem er 215 hestöfl en hún er bara venjuleg bensín vélin kemur úr gamalla Peugeot 406 coupé bílnum nema að þeir eru búnir að gera eitthvað smávægilegt fyrir hana..
Þar að auki sáu hönnunarmenn peugeot allfarið um hönnunina á bílnum en þeir gerðu það ekki aftur að láta pinfari hanna bílinn fyrir sig eins og þeir gerðu við 406-una.
Peugeot 407 coupé mun koma á markað fyrir almeninng í Janúar á Bretlandi en hann var kynntur “formlega” á bílasýningunni í Frankfurt og er hann kominn á markaðinn í frakklandi.
Peugeot 407 coupé mun koma í 3 útfærslum (S, SE og GT), í S bílnum er allt helsta þar á meðal er hann með sjálfvirkri miðstöð, fjarlægðar skynjurum, Xenon ljósum, Bluetooth handfrjálsumbúnaði fyrir síma, Cruise control og speed limiter og hann kemur á Álfelgum með loftþrýstingsskynjurum.
SE bíllinn kemur með allt sem S bílinn er með og hann kemur líka með mp3 spilara, öflugara hljóðkerfi, leðraður og hita í sætum.
GT bíllinn kemur með Leður mælaborði og Lita sjónvarpi í miðjunni sem að er hægt að nýta sem DVD spilara.
Allir hafa sínar skoðanir!!