Sælt veri fólkið. Núna ætla eg að lýsa reynslu minni á mínum fyrsta bíl.

Minn fyrsti bíll er Honda Civic VTI árg 2000.

Bíllinn er frekar stífur, svoldið höstugur (kannski skiljanlegt, 16“ low profile dekk) en engu að síður mjög skemmtilegur í akstri.

Það er alveg yndisleg tilfinning að vera einn í bílnum eða með vini og gefa honum inn. Þegar að snúningurinn er kominn í 5000 snúninga, þá kemur ”kickið“, þá byrjar bíllinn að öskra þegar að v-tec ið slær inn og þá rífur bíllinn sig áfram alveg upp í 8000 snúninga þegar að maður þarf að skipta. Yndislegt hljóð sem fylgir þessu :þ

Þessi 1600cc vél er að skila 160.5 hö og gerir það mjög vel þar sem að bíllinn er ekki nema rétt yfir 1100 kg.

Skiptingin á bílnum er einnig mjög góð. Það er svokallað ”short-shifter" á bílnum sem gerir það að verkum að það er hægt að skipta mjög hratt um gír og auk þess er mjög stutt á milli gíra (þarft ekki að ýta gírstönginni langt á milli).

Maður þarf að passa sig á bílnum því að sá sem er óvanur að keyra hann áttar sig kannski ekki á kraftinum sem býr í þessum bílum. Til dæmis er auðvelt að missa bílinn í spól þegar að þú skiptir úr 1 gír og yfir í 2 í bleytu, þá ertu á 60 km hraða og byrjar að spóla.

Gírarnir eru hæfilega langir 1 gír nær uppi 60, 2 gír nær upp í 100, 3 gír nær upp í 140, 4 gír nær upp í 180 og svo er 5 gírinn sem hefur óstaðfestan útslátt.

Þessir bílar eyða alls ekki miklu miðað við kraft, það er einungis 40 lítra tankur á bílnum sem gerir það að verkum að e.t.v. finnst manni bíllinn eyða mikið en það er í raun sáralítið sem að hann eyðir.. en hann er fljótur að fá sér extra mikinn bensíndropa ef að það er mikið verið á inngjöfinni.

Bíllinn er skráður 7.9 í 100 minnir mig frá framleiðanda sem eg tel mjög gott. Endahraðinn er hins vegar óstaðfestur en hann er alveg nægur …

Þetta eru fínir og laglegir bílar sem er gott að eiga.



Endilega spurjið mig um eitthvað um bílinn eða komið með ábendingar um eitthvað.
Takk fyrir.