Jæja, núna fékk maður bílpróf fyrir einhverjum 7-8 mánuðum og hefur þetta svona oftast gengið ágætlega, engin slys á fólki orðið eða meiriháttar skemmdir á bílum en einhverjum óhöppum hef ég nú lent í.

3. Júní

Ég var á Akureyri útaf vinnunni, var á vinnubíl sem var vel merktur, Mitsubishi Lancer, er að keyra Glerárgötuna þegar ég uppgötva að ég þarf að skipta um akrein, var að keyra inní tvöfalt hringtorg og ætlaði út á númer 3. Nema að þar var Toyota Avensins í blinda punktinum og ég rispaði aðeins hliðina á honum, engar meiriháttar skemmdir en samt leiðinlegt að hafa lent í svona. Þarna var ég í algjörum órétti.

1. Júlí

Vinur minn hafði hugsað sér að kaupa sér Volvo sem var til sölu hjá heimsbílum svo ég skutla honum uppeftir, nema að hann vissi ekki hvar Frumherji var til að fara með bílinn í söluskoðun. Ég keyri því á undan honum, stoppa inná planinu hjá Frumherja því að annar bíll átti réttinn og dúndrar þá ekki vinurinn bara aftan á mig, Volvo-inn fékk 300þúsund króna skemmd, Peugeot-inn minn fékk smá rispur, 32 þúsund kostar víst að laga það. Segið síðan að Peugeot sé drasl og Volvo fullkomnir :)

3. Júlí

Var í útilegu, rak bílinn einhversstaðar í jörðina, ekki viss hvar nákvæmlega nema fremri stuðarinn skekkist aðeins svo þegar ég tók hægri krappar beygjur rakst dekkið í, þetta var bara spurning um að losa skrúfur, færa til og herða aftur. Búið að laga þetta

4. Júlí

Var á leiðinni í vinnuna, var á gatnamótunum við Laugaveg og Suðurlandsveg, kemur rautt ljós svo ég stoppa, ég bremsaði ekki hart, bara ósköp venjulega en samt fæ ég Land Cruiser aftan á mig, sem betur fer heyrði ég ýskrið í bremsunum, áttaði mig á því hvað væri að ske og náði að koma mínum aðeins af stað, mýkti áreksturinn gífurlega og hvorugur bíllinn skemmdist.



En svona sjáiði hvað ég er gífurlega heppinn. Keyri um á Peugeot 406 og djöfull er hann harðgerður, allaveganna miðað við franskan bíl :)