Jæja, núna stend ég á þeim tímamótum í mínu lífi að ég er búin að eiga bíl í 3 og hálft ár og hann er svona við það að gefa upp öndina!
Það er nánast allt búið að bila sem hægt er að bila og svo lenti ég í því að kona keyrði inn í hliðina á mér fyrir tveimur vikum síðan, en ég var þó í rétti!
Sem sagt bilaður bíll og klesstur!!
Og ég er í þeim vandræðum að ég veit ekkert hvað ég á að gera við bílinn minn!!
Tryggingarnar vilja helst kaupa bílinn, en ég er búin að hóta að berjast til seinasta blóðdropa fyrir honum!
Og það er það sem að fólk skilur hreinlega ekki! Af hverju ekki að enurnýja hann? Losa mig við “drusluna” fyrst að tryggingarnar vilja kaupa hann?!
AF HVERJU EKKI??
Af því að bíllinn minn er ekkert BARA bíll! Hann er miklu meira en bara bíll!
Við erum búin að vera saman upp á nánast hvern einasta dag undanfarin ár, höfum gengið saman í gegnum súrt og sætt og eigum óendanlega margar minningar saman, bæði góðar og slæmar!
Hversu oft sem hann hefur farið með mig í bíltúr þegar mér líður illa, hversu oft hann hefur huggað mann í ástarsorg, hveru margir rúntar og hittingar á bílnum, allur söngurinn sem hefur farið fram í honum og allir þvottadagarnir! Allar bílferðirnar upp í skóla í hvaða veðri sem er, og öll ferðalögin!
Og á öllum þessum árum þá hef ég aðeins þurft að skilja hann eftir tvisvar… sem er kannski tveimur sinnum of oft, en í bæði skipin frekar smávægileg viðgerð. Og þegar það var brotist inn í hann og græjunum stolið! Og öll bölsótin þegar hann hefur drepið á sér undanfarið…
Þetta er bara eins og hjónaband, slæmir og góðir tímar, og og fleiri tilfellum góðir! Plús það að hann hefur endst lengur en nokkur karlmaður hjá mér… til samans!!
Þetta er bara ástin mín!
Tryggingarnar eru að meta bílinn, og ég gæti sjálfsagt fengið útúr þeim, með eða án tára, fyrir viðgerð á bílnum þannig að hann væri heill og flottur að utan, en svo eru smá hlutir að honum sem ég þarf að gera við, kannski svona í kringum 50 þúsund kall, og þá ætti hann að vera góður! Og miðað við hvað ég er búin að gera fyrir hann þá hlýtur hann að þegja í smá tíma?!
Ég er bara fátækur námsmaður, og ég á ekki pabba, frænda eða kærasta sem gerir við bílinn minn, þannig að ég þarf að borga fulla þjónustu á að gera við hann, og stundum hef ég eytt meira í bílinn minn heldur en sjálfa mig!
Og eitt í viðbót, bíllinn minn eyðir, að mínu áliti, slatta miklu eða um svona 11 lítrum á hundraði! Það er víst engin sjúkleg eyðsla að mér skilst, en slatta mikið fyrir fátækan námsmann! En ég geri mér líka grein fyrir öðru, að hann býr alveg yfir “örfáum” hestöflum þannig að þau þýða auðvitað að hann eyðir aðeins meira heldur en t.d. 1300 bíll! Plús það að sumir eru alveg fyrir að kitla aðeins pinnann…

Hvað í ósköpunum á ég að gera við ástina mína?
Er ég eina sem er svona rugluð að vera háð bílnum mínum??
Plús það að ég gæti ALDREI horft upp á aðra gellu eiga bílinn minn, þvi þetta er BARA gellubíllinn minn!! (Speglar báðum megin.. ;))
Ég er bara eins og ég er af því að ég er ég! :)