Vangaveltur Jæja nú er komið að því að gamli góði fákurinn sé kominn til ára sinna og og tími kominn fyrir endurnýjunn (15 ÁRA).

þó svo að Primeran og ég höfum átt góðar stundir og margar þeysireiðanar átt saman , þá einhvern veginn ekki nóg lengur enda farinn að nálgast þriðja hundraðið of mikið:)

og svona ýmislegt farið að klikka eins og að hún læsir mann úti og læsir rúðum niðri ef þær eru eru opnar og svo mætti lengi telja

En nú leitar hugurinn á ný mið í sambandi við bíla og bílakaup, og sérstaklega útfyrir landsteinana til fjarlægra landa eins og þýskalands,

Þar sem framandi fákar eru , eins og BMW ,AUDI og Benz , en einhverja hluta vegna get ég ekki gert uppá milli þeirra því hver hefur sína kosti og galla .

En það sem á fjöru mína hefur skolað er BMW 730 og 520 AUDI A4 2.6litra jafnvel a8 og benz 300 og 300ce og þetta eru svona þeir helstu flokkar sem eg hef verið að skoða, í kringum 5000-8000 evrur.

en þar sem eg er nú kannski ekki mesti kunnáttu maður í heimi þó áhuginn sé til staðar, þá væri gaman að fá alit ykkar hugara á þessum kaupum hvað svona er gáfulegast´í sambandi við bilanir og svoleiðis

og vonandi að undirtektir verði góðar því frekar hefur nú verið dauft á bílaáhugamálinu undafarið