Það hefur brunnið við að menn nota bensín með mjög hárri Octane tölu á bíla sína
hérna á Íslandi, og oftast algjörlega að óþörfu, til dæmis ef bíllinn þinn
er með 90 oct límmiða einhversstaðar frá framleiðanda þá er algjör óþarfi að nota
bensín með hærri octane tölu. GM research Center eru taldir fremstir í heimi
í rannsóknum á bensíni og fleiru sem viðkemur brennslu bílvéla, og má nefna að Honda
í Japan og fleiri starfa mjög náið með GM í þesum málum, ég tók mig til og þýddi
smá grein um octane tölu bensíns og skelli því hér á Huga..
Ég tek það fram að þetta er bara bein þýðing, ensku orðin eru með sumsstaðar
vegna þess að ég veit ekki íslensku orðin yfir suma þessa hluti.. en þetta
ætti að gefa ykkur smá upplýsingar um hvað octane er og hvað það gerir og gerir ekki…


ONR (Octane Number Requirement)

Octan tölur bensíns er skilgreint sem prósentuhutfall af iso-octane í blöndu af iso-octane og n-heptane
sem hafa jafn mikla mótstöðu gegn óeðlilegri sprengingu.
Það hefur komið í ljós að 2 bílar af sömu gerð sem koma af sömu verksmiðjulínu geta þurft
mismunandi octane bensín sem getur munað allt að 10 octane númerum.

Octane number requirement (ONR) fyrir vélina fyrir hverja bíltegund er fundin út með því að vélunum er haldið á fullri gjöf (WOT)
með standard kveikjuflýtingu og octanetala bensínsins er lækkuð þar til bank fer að heyrast í velinni (KNOCK)
Meðaltal þessara tveggja, RON og MON, ((R+M)/2) er sýnt á öllum bensínstöðvum í Ameríku, veit ekki með Ísland,

RON - Research Octane Number, MON – Motor Octane Number.
Þú græðir ekkert á því að nota hærra octane bensín en það sem framleiðandinn er búinn að finna að virkar
best á bílinn þinn, hærra octane þýðir ekki meiri kraftur eða minni eyðsla
Dýrara bensín er oft þéttara í sér (density) en ódýrt bensín og er það vegna aukaefna sem sett eru í dýra bensínið. (98 ockt t.d.)

Hlutir sem hafa áhrif á ONR. (Octane requirements)
Það sem hefur áhrif á octaneþörf vélar eru þjappa, loftþrýstingur, rakastig, lofthiti, bensín/loft blanda,
hedd (combustion chamber), olía, kveikjutími, hitastig soggreinar og hitastig kælivökva.

Þjappa (CR):
CR hækkar ONR +3 til +5 per eina hækkun, ef þú ert með vél sem er með CR 8 til 11 : 1 CR.

Loft/Bensín blanda (AFR):
AFR hækkar ONR um +2 per eina hækkun í blöndu (frá 8:1 til 9:1).
Venjuleg vél er með ca. 13.0 til 14.5 to 1, fer eftir hraða og hleðslu.

Hiti:
Hitastig soggreinar hækkar ONR stuðul um 0.5 octane númer per 10 gráður á Fahrenheit. Ef hitastigið hækkar um 11
gráður ´Fahrenheit þá lækkar þéttleiki loftsins um 1%.

Raki:
Raki lækkar ONR stuðul um 0,33 octane númer per 10 einingar af hverju pundi af lofti.

Hæð yfir sjávarmáli, þétteiki lofts:
Ef þú ferð 1000 fet yfir sjávarmál þá lækkar ONR um 1.5 octane.

Reyndar hefur það sýnt sig að eftir því sem bílar eldast þá þarf oft að hækka octane
tölu bensíns, ef þú sérð að bíllinn er gefinn upp fyrir 90 octane, þá er ekki óeðlilegt
að eftir 5-7 ár þá þurfir þú að nota 93-95 octana bensín til að koma í veg fyrir bank..