Góðan daginn.

Það er fátt bílasport sem hægt er að keppa í án mikils tilkostnaðar hér á landi. Bindindisfélag ökumanna stendur fyrir Íslandsmóti í ökuleikni árlega þar sem allir sem hafa bílpróf mega keppa og keppendum eru skaffaðir bílar og ekkert þátttökugjald er. Þar eru fjórar brautir sem allir aka og eru þær uppsettar með keilum, plönkum og þ.h. Markmiðið er að aka hverja braut á sem stystum tíma og gera sem fæstar villur. Við hverja villu bætast 10 sek. við tímann. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari í ökuleikni ásamt eigna- og farandbikar. Einnig hafa verið verðlaun í boði, t.d. utanlandsferð eða fríar tryggingar.

Fyrir nokkrum árum hélt Jeppaklúbbur Reykjavíkur ökuleikni á jeppum. Allir sem áttu skoðaðan jeppa máttu keppa og var bílunum í skipt í tvo flokka, minni er 35“ dekk og svo 35” og stærra. Þátttökugjaldið var 5000 kr. Eknar voru, að mig minnir, ca 4-5 brautir plús tímabraut. Þetta gekk allt mjög vel og var virkilega gaman.

Ég hef heyrt af einhverju sem er kallað, að ég held, auto cross þar sem ekið er á braut afmarkaðri með keilum. Veit einhver hérna eitthvað meira um þetta, t.d. hvort þetta sé haldið reglulega og þá hvar, hverjir standa fyrir þessu og hvar er hægt að nálgast nánari upplýsingar.

Það er dýrt að keppa í akstursíþróttum hvort sem það er rallý, torfæra, kvartmíla, rallýcross, gocart, mótorhjól, vélsleðar o.s.fr. Ég veit að margir hafa áhuga á að keppa í einhverju bílasporti en hafa ekki efni á því. Þú þarft að vera meðlimur í hinum og þessum félagasamtökum og borga keppnisgjöld svo ekki sé talað um kostnaðinn við að halda einhverri keppnisgræju úti. Þú þarft að vera með veltibúr, eldþolna galla, hjálm og allan þennan búnað sem nauðsynlegur er til að tryggja öryggi keppandans og því verður þetta óheyrilega dýrt þegar uppi er staðið.

Þótt að svona keppnir flokkist kannski ekki undir bíla “íþróttir” er samt mjög gaman að keppa í þessu, maður fær svona nasaþefinn af þeirri góðu tilfinningu að vera keppa á bílum. Ef þið vitið um einhverjar svona keppnir þar sem maður getur verið á eigin bíl eða sköffuðum, þar sem hraðinn er minni og ekki kannski krafist sama öryggisbúnaðar og í hraðskreyðari bílaíþróttum að þá megið þið endilega setja upplýsingar um það hérna.

kv
Cruise