Fyrsta skiptið sem ég barði í borðið af reiði í BF var þegar ég fékk nóg af flugvélum og þeirra “yfirburðum”. Veit að ég er ekki einn um að hata þessar fljúgandi dósir, en fæstir sem hata flugvélarnar gera e-h í málunum. Þetta segi ég því mín reynsla er sú að AA-Guns standa oftast nær auðar.

Er svona leiðinlegt að hanga í þeim og stara uppí loftið? Ekki finnst mér það, tilfinningin þegar vélarhljóðið byrjar að heyrast í fjarska er mögnuð. Spennan eykst þegar fundið er út úr hvaða átt flugvélin er að koma. Hámarkinu er svo náð þegar flugvélin tætist í loftinu.

Best finnst mér að vera Engineer þegar AA skyldan kallar. Engineer hefur alla þá kosti sem AA gunner þarf, fyrir utan að geta læknað sjálfan sig.
Riffill kemur að góðum notum þegar flugmennirnir stökkva út, því oftast eru þeir þá í færi sem hentar rifflunum mjög vel (ekki of langt / ekki of nálægt). Einnig geturu varið þig með því að raða EXP Packs í kringum þig, lagt mines til að halda, tefja eða taka út tæki sem gætu ógnað þér. Svo ekki sé minnst á skiptilykilinn til að laga AA-Gunnið.

Lykillinn að því að verða góður AA-Gunner er þolinmæði og góð athyglisgáfa. Hitnin kemur með æfingunni.
Það þarf oft að bíða lengi eftir að flugvél láti sjá sig, en það er grátlegt að horfa uppá flugvél fljúgja yfir hausnum á sér þegar maður er nýstiginn út úr AA-Gunninu. En með æfingunni þá lærir maður smátt og smátt inn á “dauðatíman”.
Athyglin þarf að vera 100% allan tíman, ekki augun! Heldur eyrun…þú heyrir fyrst í flugvélinni áður en sérð hana og áður en flugmaðurinn sér ÞIG. Þannig það á að vera séns að vera alltaf skrefi á undan flugvélinni, en þetta er mjög erfitt. Oft erum við að tala um svona hálfa sekúndu forskot, ef góður flugmaður á í hlut. Þeir eru að verða fleiri en færri með hverjum deginum finnst mér.

Oft getur verið erfitt að greina óvini og hver kannast ekki við að bomba félaga sinn niður í óðagoti. Besta leiðin til að forðast það er að læra að nota kortið og svo þekkja hvernig flugvélarnar líta út.
Þegar ekkert er að gerast þá er tilvalið að skoða allt kortið og leggja á minnið hvar góðu flugvélarnar eru og reyna sjá fyrir hvað þeir ætla gera. Hvort þeir séu að fljúga til þín eða ráðast á fána lengst í burtu. Svo er það gulls í gildi þegar félagar eru duglegir að tilkynna óvinaflugvélar (F3-F6).

Að lokum vil ég koma með smá tip til þeirra sem ætla sér að skjóta wannabe fugla: Ekki reyna hitta flugvélina beint! Best er að hitta skotinu rétt fyrir framan vélina (ekki verra að það sé hreyfillinn). Láta flugvélina fljúga í gegnum “skýið”. Því þegar kúlan springur þá dreyfast höggl (eða hvað það heitir) og þau taka einfaldlega meiri skaða sé flogið á fullu inn í þau, heldur en þegar þau hitta beint í flugvélina.

Mönnum var aldrei ætlað að fljúga, annars hefði Guð skapað manninn með vængi!

PS: Ég er enginn sérfræðingur í þessum málum…en þetta segi ég af eigin reynslu :)<br><br>BF1942: <u><b><font color=“green”>R3bel</u></b></font>
…AA Gunner since 1980