Sælir

Mig langaði að kanna hvort áhugi væri fyrir því að setja á laggirnar íslenska BF2 deild.
Ég tel allavega að slík deild myndi vera íslenska BF2 samfélaginu til góða. Myndi hefja spilunina hérna heima á annað stig (að ég tel). Flest lið hérlendis eru á svipuðu róli þannig slík deild myndi gera mönnum kleift að prófa sig áfram í þægilegu andrúmslofti og vera jafnframt lausir við allt tengingarvesen.
Ég væri tilbúinn meðal annarra að halda utan um þetta og það ætti að vera lítið mál að redda innlendum serverum til að spila á. Besta fyrirkomulag væri líklegast 8 vs 8, 1 leikur í viku (sunnudagar), liðin gætu þó komið sér saman um það ef að þessu verður.
Að því sögðu tel að lágmarksfjöldi til að setja þetta af stað vera 5-6 lið.
Tilgangur þessara lína er því að kanna hvort áhugi íslenskra liða er fyrir hendi, án hans er lítil vit að fara að standa í þessu ;).

Kær kveðja
Jóhannes - ice · Phaedo

P.s. Sparið tilgangslausa pósta hér fyrir neðan, látið liðsstjóra um að svara. Innihaldslítil húrrahróp einstaklinga þjóna engum, bara beina athygli frá aðalatriðinu.
“All bad examples have arisen from good beginnings”