Ég var að enda við að lesa hérna bók sem að ber nafnið “Northen Lights”.
Bókin fjallar um stúlku sem heitir Lira og býr í heimi þar sem hver manneskja hefur dýr tengt sér böndum sem er kallað “Dæmon”, og er bókin um hin ýmsu vandamál sem að hún þarf að koma sér í gegn um. Bókin er allavega mjög skemmtileg fannst mér og heldur manni fullum áhuga mest allan tíman þó svo að það komi fyrir að hún verði pínku langdregin.

Eftir henni kemur svo framhaldsbókin “The Subtle Knife” sem á að vera enn betri þannig að fyrir mínar sakir verð ég bara að byrja að lesa hana.

“Northen Lights” fólk, ég mæli með henni,
ásamt Eragon, Tolkien og kanski HP ef maður nennir.