Ég vil mæla með sænska höfundinum Håkan Lindquist, sem er einn af uppáhalds
unglingabókahöfundunum mínum. Tvær af bókunum hans hafa komið út á íslensku; Min bror och hans
bror/Bróðir minn og bróðir hans og Dröm at leva/Draumur lífsins. Bróðir minn og bróðir hans er svona
þéttari í sér með greinilegum söguþræði, og persónulega fannst mér hún mjög áhrifamikil og góð af
unglingaástarsögu að vera (þær eru mjööög misjafnar). Draumur lífsins var einhvernveginn óskýrari,
troðfull af háfleygum vangaveltingum um lífið, tilveruna, ástina, dauðann o.s.frv., mjög þroskandi en gat
orðið dálítið of háfleygt. En þegar hann kom sér að sögunni var hún líka fín, þó ég væri ekki jafn hrifin af
henni og þeirri fyrri.
Einsog lesa má í viðtali við Mikael Torfason rithöfund á strik.is er hann (eða er búinn að, ég veit það ekki)
að snúa Bróðir minn og bróðir hans yfir í kvikmyndahandrit, og ég held að það sé áætlað að frumsýna
hana í haust. Ég verð allavega pottþétt á einni af fyrstu sýningunum…