Höfundur: Mikael Niemi

Var að ljúka við þessa bráðskemmtilegu bók. Höfundurinn er sænskur og segir á skoplegan hátt frá lífi hans í norður Svíþjóð. Hann ólst upp í afskekktu þorpi á 7. áratugnum þar sem allir þekkja alla og ef eitthvað gerist er það á vörum alls þorpsins morguninn eftir.

Bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2001 og er handhafi “Augustpriset” sem eru virtustu bókmennaverðlaun Svía.

Mæli eindregið með þessari hnittnu bók.

Kveðjur,
Disaben
Passaðu þrýstinginn maður!!