Núna um daginn varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kaupa mér bók eftir breska rithöfundinn Tom Holt. Bókin heitir Nothing But Blue Skies og er alveg frábær. Hún fjallar um kínverskan veðurdreka sem verður ástfanginn af manni, sem reynist hinn versti vesalingur, en það að hafa veðurdreka á jörðinni hefur að sjálfsögðu gífurleg áhrif á veðrið og veðurfræðingarnir dragast þessvegna inn í atburðarrásina, líka breskur sértrúarsöfnuður sem trúir á drottninguna og ástralskur fjölmiðlaeigandi sem minnir talsvert á Rubert Murdoch. Mjög góð bók (Holt er næstum eins góður og Pratchett) en vandamálið er sem sagt það að ég finn engar fleiri bækur eftir þennan mann í bókabúðum hérlendis. Ég fann reyndar heimasíðu um hann (tomholt.com) sem virtist vera í eigu Íslendings, en sú síða er núna horfin. Fleiri bækur eftir þennan mann eru: Who's Afraid of Beowulf?, Grailblazers, Here Comes the Sun, Only Human, Valhalla o.fl.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er þó ekki einungis til að hlaða þennan rithöfund lofi, heldur datt mér í hug að ef einhver á bækur eftir hann þá gæti ég kannski fengið þær lánaðar. Ég bý að vísu úti á landi, en ég skal glaður borga sendingarkostnaðinn. Ég líka lánar diskworld bækur á móti. Sendið mér línu: skommin@visir.is