Hann var kallaður "þetta" Ég byrjaði á þessari bók áðan og bara gat ekki lagt hana frá mér og var að klára hana. Þessi bók er án efa ein sú hrikalegasta sem ég hef lesið! Vil nú ekki segja of mikið um bókina en ég varð bara að koma með smá umsögn hérna því mér sýnist að enginn hafi skrifað um hana hérna áður.

David, kallaður “þetta” af móður sinni þurfti að líða alveg hrikalegar misþyrmingar af móður sinni. M.a nuddaði hún kúkableyju framan í hann og reyndi að fá hann til að éta kúkinn. Hún lét hann drekka allskonar hreinsiefni, gaf honum ekki mat í allt að 10 daga !!!!! Lamdi hann fyrir allt og ekkert. Lokaði hann inn á baðherbergi með einhver efni svo loftið varð eins og í gasklefa. Stakk hann með hníf…… Hann þurfti að ganga í sömu fötunum marga mánuði í röð og var m.a lagður í einelti í skólanum út af því, s.s fötin urðu tætt, skítug og illa lyktandi. Og þetta er bara brotabrot af því sem hann þurfti að þola sem barn!

Það sem mér fannst alveg ótrúlegt með þessa frásögn var að móðirin var alger fyrirmyndarmóðir fyrstu ár Davids. Svo smám saman fór hún að verða verri og verri við David og gerði hann að þræli sínum en bræður hans lifðu tiltölulega góðu lífi áfram.

Þetta fyrir neðan er það sem stendur aftan á bókinni og á netsíðu <a href=”http://www.jpv.is/”>JPV útgáfunnar</a>)
————————————– —————–
Hann var kallaður „þetta“ er ógleymanleg frásögn af hrottalegum misþyrmingum á barni – sögð af barninu sjálfu. Með ótrúlegu hugrekki og styrk tókst Dave Pelzer að lifa af andlegt og líkamlegt ofbeldi móður sinnar.
Drengurinn bjó við hrottalegar barsmíðar og hungur hjá móður sinni, drykkfelldri skapofsamanneskju sem gerði sér leik að því að kvelja hann með öllum hugsanlegum ráðum og gekk næstum af honum dauðum. Til að bjarga lífi sínu lærði Dave að bregðast við óútreiknanlegum uppátækjum hennar því að hún leit ekki lengur á hann sem afkvæmi sitt heldur argvítugan þræl; hann var ekki lengur barn, heldur bara “þetta”.
Þessi nærgöngula og grípandi saga opnar augu okkar fyrir þeim blákalda sannleika að börnum er misþyrmt – og það er á okkar valdi að þar verði breyting á. Bókin hefur notið fádæma vinsælda austan hafs og vestan og selst í stærri upplögum en dæmi eru um.
————————————————– —–

Í dag er Dave Pelzer einn af áhrifaríkustu og virtustu mönnum Bandaríkjanna á sviði almannatengsla. Hann hefur helgað líf sitt því að hjálpa öðrum að hjálpa sér sjálfir. Heldur m.a námskeið og fyrirlestra fyrir fólk í neyð, til að hjálpa því að brjóta af sér fjötrana.

Giskað er á að 1 af hverjum 5 börnum í Bandaríkjunum sæti líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi.

Ég persónulega þekki til nokkra svona mála á Íslandi. Eða það er að segja ekki neitt svona gjörsamlega hrikalegt. Allir sem ég þekki eru komnir yfir tvítugsaldurinn í dag og mér þykir leitt að segja en margir þeirra hafa ekki náð sér eftir þetta og munu trúlega aldrei gera. Háir þeim í námi, vinnu og almennu lífi.

Ég bara get ekki skilið hvað fær mannfólk til að haga sér svona grimmdarlega :-(

Kv. catgirl