Þetta er bókagagnrýni sem ég var að gera á vegum skólans, þetta er eitt af mínum uppáhaldsbókum og hefur alltaf verið það. ENDILEGA gagnrýnið ritunina mína og íslensku, málfarsvillur eru líka velkomin, annars er þetta mitt besta, njótið.

Gemsinn er spennutryllir sem Stephen King, goðsögn í bókmenntum, skrifaði af glæsibragði. Einnig fer Helgi Már Barðason á kostum sem þýðandi eins og búist var við af honum. Frá byrjuninn sekkur lesandinn sig strax inn í bókina og leitar eftir lofti við hver kaflaskipti. Sagan segir frá mönnunum þeim Clayton Riddle og Tom McCourt og svo 15 ára stúlkunni Alice Maxwell. Clay er rithöfundur frá Main sem fer til Boston vegna stórra bókasamninga. Hann hefur fjarlægst konu sinni (Sharon) en er enn í sterku sambandi við son hans Johnny sem sagan snýst um eins og síðar verður skýrt. Sagan byrjar í Boston þegar hinn hryllilegi „púlsinn“ skellur á. Órói og ringulreiði eiga sér stað þegar allir sem nota gemsa breytast í morðótta og blóðþyrsta uppvakninga. Fólk fyllist skelfingu og reynir að ná símasambandi við yfirvöldum sem skapa enn meiri óróa. Á þessu stigi bókarinnar erum við nýbyrjuð að lesa en okkur dettur strax ótal marga hluti í hug eins og t.d. var þetta hryðjuverkaárás? Er þetta eitthvað yfirnáttúrulegt? Eða er þetta táknrænt og á að þýða að heimurinn snúist um að drepa eða að vera drepinn?

Clay er hæstánægður út af bókasamningunni og ætlar að kaupa sér ís, síðan allt í einu verður konan fyrir framan hann, sem var blaðrandi í símanum, snar geðveik. Hún stökk á unglingstúlku og reif í hálsin hennar. Clay lítur um ráðviltur og sér mann í fjarlægðinni að bíta eyrað af labrador hundi. Í aðeins örfáar sekúndur var heimurinn hans Clays eins og hann þekkti hann best, brostinn. Hann þyrfti að komast af lifandi, sama hvað það kostaði. Fyrir hann og fyrir son hans. Stephen King er meistari þegar það kemur að hryllingi og spennu, hann hefur langa sögu í að vera á topplistanum í flokki yfirnáttúrulegum ritstílum.

Það líður ekki á löngu þar til Clay og Tom hittast og skapa bandalag. Stuttu seinna bjarga þeir stúlkunni Alice Maxwell sem hefur verið yfirgefin af foreldrum sínum. Þau fara þrjú inn í byggingu til að féla frá brjálæðinni sem liggur fyrir utan og hitta þar gamlann mann. Það tekur ekki langann tíma fyrir gamla manninn að missa vitið og uppljóstra felustað þeirra. Hópurinn er týndur og skelkaður en þau bjarga sér út. Þau leita aðstoðar til lögreglu- manns og er þeim vísað á brú þar sem að margir eru að flýja til. Skothríð hermanna og lögreglumanna heyrast í fjarlægðinni jafnt sem hátt rísandi öskur fórnalamba. Borginn sem stóð einu sinni stolt og hátt uppi brann í öskur meðan Clay og félagar fylgja nokkrum heppnum út úr borginni. Föruneytið þeirra tekur þau heim til Toms.
Þessir svökölluðu „símabrjálæðlingar“ eða uppvakningar mynda hóphugsun og þróa aðferðir sínar. Í stað þess að drepa hvor annan byrja þeir að myrða fólk sem er geðheilt. Stephen King notar þetta oft, hinir saklausir tapa, þetta er til þess að láta lesendan vera móðursjúkan, enginn er hulinn frá hinu illska sem King skapar.

Þau koma að hindrun, fara til Main þar sem sonur Clay ætti hugsanlega að vera eða fara til „Kashwak“ þar sem að ekkert símasamband næst. Eftir mikil áföll var ekki einfalt að taka ákvörðun, en Clay var staðráðinn í að finna son sinn. Tom gaf undir og leyfði Clay að stýra veginum þar sem hann þótti öruggara ef þeir héldu hópnum. Áður en örlög þeirra tóku þau til Gaiten skóla þar sem hættuleg uppgötvun bað þeirra, gengu þau langa leið. Á leiðinni fann Alice lítinn barnaskó sem hún var með sér allan tíma. Samskonar lukkugrip, óþekkt barn sem týndi skóinn sinn sem liggur í hendi Alice. Fólk treysti ekki neinum og sumir misstu einfaldlega vitið. Sagan tekur á sig þyngri tón og hún verður enn dekkri; „ „Komdu, Clay,“sagði Alice rólega. Hún lagði lausu höndina á úlnlið hans. „Áður en einhver verður skotinn.“ “(bls. 141, 6 greinaskil)

Fleiri karekterar eru kynntir, meðal annars Meistari, sem var skólastjóri Gaiten skóla, og Jordan, sem var einn af nemum hans. Allir kynnast í hlýunni sem skólastjórastofan hefur upp á að bjóða og þar fá þrímenningarnir að læra að þessir símalingar ferðast aðeins um á nóttinni einnig læra þau að símalingarnir hvílast á daginn í íþróttavöll hjá skólanum, á þessu stigi byrja hlutir að magnast upp, spennan klifrar hratt þegar Clay sá strax tækifærið og tengdi saman 2 og 2 og sá að þau voru með mikinn forskot í þetta skipti. Símalingarnir sofa á daginn í íþróttavöll rétt hjá þeim, hugmyndin var að brenna þau. Hámarki er náð og spennan er á ljóshraða, við lestur dettur ótal margt í hug, eins og eru þau sofandi? Er þetta allt saman bara blekking?. Öll vandamál verða lítil í samanburði við þetta, þessi sérstaki ritháttur þykir mér afar magnaður á þann stigi að King getur alltaf toppað af spennu með ennþá meiri spennu án þess að lesandinn verður úrvindaður.

Seinasti kaflinn heitir Rósirnar fölna, þessi garður er búinn sem var mjög áhrifaríkt vegna atburðanna sem ské. Nær lok bókarinar heyra þau bíl í fjarlægðinni og velta fyrir sig hverjir þetta væru. Unglingspiltar á fleygi ferð með múrsteina í hendi bruna frammhjá þeim en skilja eftir gjöf. Múrsteinn flýgur í ennið á Alice og hún rotast, Tom vissi um leið að það var orðið of seint „Tom reyndi að gefa henni vatn úr flösku með túttu og hún saup örlítið á. Jordan rétti henni strigaskóinn, ungbarna-Nike, og hún tók við honum líka, kreisti hann og skildi eftir blóðtauma á honum. Svo biðu þeir þess að hún dæi. Þeir biðu alla þessa nótt.“ Tom og Clay skilja leiðir og Jordan fer með Tom. Clay vissi að það þýddi ekki að snúa til baka núna, hann þyrfti að finna son sinn. Hann gékk og gékk þangað til að hann komst að leiðarenda í bænum þar sem að hann bjó. Hann leitaði í vikum saman þangað til einn dag fann hann son sinn, enn á lífi, sem símaling. Algjörlega ósjálfstæður og saklaus 12 ára drengur, Clay tók hann í faðmi sínum og hann vissi að hann ætti eitt verk eftir óklárað. „ „Ti-ti-þí-þí.“ (ti-þí = til þín) Og svo þrýsti hann gemsanum að eyra sonar síns.“ Bókin endar og þú ert staddur með þitt eigið ímyndunarafl, er hann borginn? Eða endar þetta allt í tárum? Þitt er valið!





Ég er rétt að vona að þetta kemur ekki út sem “Wall of Text” ef svo er þá biðst ég afsökunar.