Bókin And then they were none er eftir Agatha Christie
og hét upphaflega 10 little niggers. Útaf augljósum ástæðum var
titlinum breytt í 10 little soilder boys og svo loksins
And then they were none. En ég er auðvitað ekki að tala um
litlu myndskreyttu ljóðabókina um 10 litlu negrana svo dóu einn á eftir öðrum.
Ég er að tala um spennusögu eins og hún gerist best,
enda er Agatha heimsþekkt fyrir sínar spennusögur,
en allt í allt held ég að hún hafi skrifað u.þ.b. 76 spennusögur.
Sagan fjallar um það að 10 persónur hittast sem á afskekktri eyju,
en þeim hefur öllum verið boðið í teiti á eina hótelið þar af ákveðnum aðila.
Þau þekkjast ekki og eru öll óviss hver gestgjafi þeirra er útaf mismunandi ástæðum.
Eftir dágóða stund á hóteli eyjunnar fara gestirnir að ókyrrast
því gestgjafar þeirra eru ekki mættir. Þau ákveða að hefja gleðskapinn
án þeirra en þá gerist það að þau heyra háværa dimma rödd úr vínil
spilara sem sakar hvert og eitt þeirra um morð. Ókyrrð ríkir um og
vont veður skellir á, báturinn sem flytur þau á land kemst ekki að
eyjunni um óákveðinn tíma.
Og þá hefst morðinginn handa..

Þá voru þeir níu.
svo átta, sjö, sex, fimm…

Bókin er að mínu mati það besta sem Agatha hefur skrifað.
Góð byrjun, frábær flétta og plott og endirinn gæti ekki verið fullkomnari. Ég hef aldrei verið svona hrædd við að lesa bók.
Of all the gin joints in all the towns in all the world.. She walks into mine