Gerði þetta verkefni í ísl 202, njótið heilla :)


Tími:
Íslendingaþættir voru flestir ritaðir um 1200 en eru taldir gerast um 900. Þorsteins þáttur stangarhöggs gerist á u.þ.b. 5 vikum.

Umhverfi: Sagan gerist á Íslandi á fornöld, þar af leiðandi vitum við að Ísland var ekki mjög þróað á þessu tímabili og var hér eingöngu bændasamfélag.

Efnisútdráttur: Þorsteins þáttur stangarhöggs fjallar um Þorstein, son Þórarins rauðavíkings. Á hestaati einu var Þórður, húskarl Bjarna goða og sló hann Þorstein fyrir ofan augað með hestastaf. Við það fékk hann viðurnefnið stangarhögg. Þorsteinn var ragur til hefnda en ákveður að ræða málin við Þórð eftir að faðir hans hafði sagt að hann vildi ekki eiga ragan son. Þorsteinn bað Þórð að biðja sig afsökunar en Þórður vildi ekki verða að því. Hjó þá Þorsteinn hann banahögg. Þorsteinn gekk þá að húsi Bjarna goða og sagði við vinnukonu eina sem hann rakst á og sagði henni að naut hefði stangað Þórð. Bjarni hefndi ekki morðsins og um það gengu miklar sögur. Bræður eina, Þórhall og Þorvald, sendi Bjarni að lokum að Sunnudal, þar er Þorsteinn bjó, til hefnda en gekk það ekki betur en svo að til baka komu þeir ríðandi báðir dauðir. Enn vildi Bjarni ekki hefna en eftir að kona hans kvartaði ákvað hann að fara. Ekki var konan ánægð með það enda vildi hún ekki að hann færi einsamall. Bjarni gekk á fund Þorsteins og gengu þeir til einvígis. Þeir berjast í nokkurn tíma en komast að lokum að samkomulagi. Fer Bjarni til Þórarins og segir honum að sonur hans sé látinn og býður honum til Hofs að búa þar undir góðu yfirlæti. Þórarinn reynir að leggja sverð að Bjarna sem segir honum þá að sonur hans sé ekki dáinn. Þorsteinn flytur heim að Hofi og fylgir Bjarna til æviloka.

Frásagnaraðferð: Sögumaður segir söguna. Fyrri átök sögunnar eru á hestaatinu þegar Þórður og Þorsteinn lemja hesta hvors annars, þau rísa hæst þegar Þórður slær Þorstein og það sem afhjúpast eftir þetta er hve mikill dældarmaður Þorsteinn er. Seinni átök sögunnar eru þegar Bjarni og Þorsteinn berjast. Þau rísa hæst þegar þeir gera með sér samkomulag og afhjúpunin verður að þeir lifa saman að Hofi í sátt og samlyndi.
Mál og stíll: Sagan er úr fornöld þannig að að sjálfsögðu eru orð og málstíll forn.

Persónulýsingar:
Þórarinn er rauðavíkingur mikill, orðinn gamall en hefur ekkert gefið eftir. Hann er harður í horn að taka, þver og bráður. Heiður skiptir hann miklu máli; hann vill frekar eiga dauðan son en ragan.
Þorsteinn er dældarmaður mikill, vinnur á við þrjá menn, seinþreyttur til vandræða, réttsýnn, sáttfús og fylginn sjálfum sér.
Víga-Bjarni er voldugur goði. Hann býr yfir sömu mannkostum og Þorsteinn.
Rannveig (kona Bjarna) er stjórnsöm. Heiður skiptir hana máli en þegar á hólminn er komið vill hún frekar senda aðra til skítverkanna og láta manninn sinn bíða eftir heima.
Þórður er hrokafullur. Þykist vera meiri maður vegna þess að hann er húskarl goða. Hann er bráður og það að hann lemur Þorstein, bóndason, sýnir hversu mikinn hann álítur sig vera.
Þorvaldur og Þórhallur eru kjarklausir slefberar.

Boðskapur: Ekki er alltaf nauðsynlegt að grípa til vopna til þess að leysa deilumál, oft er hægt að finna friðsamlega og sanngjarna lausn.

Frétt:

Höggsins var hefnt
Hefndarvíg var framið á bæ Víga-Bjarna nú um helgina.
Húskarl Bjarna, Þórður, var veginn af Þorsteini sem einmitt viðurnefnið stangarhögg eftir högg frá Þórði.
Vinnukona á bænum sá Þorstein eftir vígið og sagði hann henni að naut hafði stangað Þórð.
Nú er beðið eftir hefndarvígi því vitað er að sæmdarmaður hefnir vígi góðs húskarls.
Just ask yourself: WWCD!