Eitt hefur lengi plagað mig. Hversu margir hafa lesið “the Wheel of Time” seríuna á íslandi. Mér skilst á bóksölum að þetta sé einn heitasti “fantasy” bókaflokkurinn, og að þeir hafi varla undan að panta inn bækur. Samt virðist ekki vera mikið um umræður um WoT á íslenskum vefsvæðum. Eini maðurinn sem ég get haldið uppi smá viðræðum við er vinur minn sem ég kynnti WoT, aðallega til að geta rætt við einhvern. Vel má vera að ég hafi ekki leitað nægilega vel að einhverjum með skoðun á WoT, en miðað við erlenda vefi um bækurnar, þá furða ég mig á þessum skorti hér.

Sjálfur kynntist ég WoT í Kanada 1996 fyrir algera tilviljun þegar ég rölti um bókasafn eitt þar í landi. Ég hef ekki séð eftir því. Ég er að lesa seríuna í 3 sinn og hún er alveg jafn hrikalega spennandi og skemmtileg eins og þegar ég las hana fyrst. Það er rétt að benda á það að höfundurinn er enn að skrifa í seríuna, í dag er komnar út 9 bækur og þær verða allaveganna 12 samkvæmt honum, hugsanlega fleiri. Ef einhver veit um vef á íslensku um WoT, þá vildi ég gjarnan fá að vita um hann.

Kveðja,

Konráð J. B.
I seem to have put the long handle on my axe again. But I guess ta'verin friends have that efect.
(Loial of Steeding Shangtai)