Þýðing á texta um breska rithöfundinn SAKI:

Saki, eða hans rétta nafn; Hector Hugh Munro
fæddist á tímum ensku heimsvaldastefnunnar
er hún reis hæst. Hann fæddist í Akyab í Búrma
þann 18. desember 1870. Foreldrar hans voru
breskir, þau Charles Augustus og Mary Frances
Munro. Faðir hans var ofursti í breska hernum.
Í kjölfar dauða móður hans var hann sendur
aftur til Devon á Englandi þar sem hann bjó
hjá ömmu sinni og frænku. Árið 1887 sneri faðir
hans aftur til Englands eftir langa fjarveru og
ferðaðist svo í gegnum Evrópu með börn sín. Í
stuttu máli sneri Saki aftur til Búrma árið 1893
sem lögregluundirtylla en sneri þó aftur til
Englands vegna slæmrar heilsu. Hann sneri sér að
ritstörfum og varð erlendur fréttaritari fyrir
Morning Post í Austur-Evrópu og Frakklandi
á árunum 1902 til 1909.
Ásamt myndskreytingameistaranum Francis Curruthers
Gould kom hann fram með vel heppnaðar pólitískar
myndasögur.
Óvenjulega dulnefnið hans fær hann frá persónu í
þýðingu Edwards Fitzgeralds á hinu langa ljóði The
Rubaiyat eftir Omar Khayyam, persneskan
elleftualdarrithöfund.


Upprunalegur texti:
http://encarta.msn.com/sidebar_701703620/Open_Window_The.html