Bækur Lemony Snickets, Úr bálki hrakfalla, heita á frummálinu The Seiries of Unfortunate Events og fjalla um munaðarleysingjana Fjólu 14 ára(Violet), Kláus 12 ára (Claus) og Sunnu ungbarn (Sunny) Baudelaire. Þau misstu foreldra sína í eldsvoða og eru semd í fósturs til fjarskylds frænda sem heitir Ólafur greifi.

Sagan af dvöl þeirra hjá greifanum er í fyrstu bókinni sem, á íslensku heitir Illa byrjar það. Greifinn reynist vera á höttunum eftir arfi systkinanna og hann reynir allt sem hann getur til þess að komast yfir hann. Börnin geta hins vegar ekki notað arfinn fyrr en Fjóla verður 18 ára. Greifanum illa mistekst verkið en í næstu bókum er fjallað um hvernig greifinn leitar börnin alltaf uppi þrátt fyrir að umsjónarmenn þeirra geri allt til þess að vernda þau.

Ólafur greifi er meistari dulargervanna og platar fósturforeldra barnanna hvað eftir annað. Börnir fá ný heimili í hverri bók og reynast fósturforeldrarnir misvel. Snicket gerir út á að hafa bækurnar sem sorglegastar og hann hefur mjög sérstakan stíl.Hann notar mikið af flottum orðum (fancy words) og útskýrir þau jafnframt. Bækurnar eru mjög spennandi og þó stíll þeirra sé barnalegur höfða þær örugglega til unglinga frekar en barna því þær eru á köflum ofbeldisfullar.

Til eru þrjár bælur á íslensku ef ég man rétt en það er líka mjög gaman að lesa þær á ensku.

Kveðja Híbí