Um daginn var ég í alveg þvílíkum vandræðum hvaða bók ég ætti að lesa en þá kom systir mín með bók og spurði mig hvort ég vildi ekki lesa hana. Bókin heitir “Í föðurleit” og er eftir rússneska rithöfundinn Jan Terlouw.
Sagan gerist í Rússlandi fyrr á tímum þegar Síbería var lýðveldi. Hún fjallar um Pétur, ungan strák (14 ára) og pabba hans sem búa saman u.þ.b. 500 kílómetrum sunnar en Moskva. Pétur elskar tónlist og spilar á flautu og einn daginn kemur pabbi hans til hans og segir “ég hef safnað lengi vel uppí 100 rúblur til þess að þú getir keypt þér plötuspilara Pétur” og lætur hann fá 100 rúblur (mikill peningur miðað við fátæktina á þessum tímum). Pétur leggur af stað til stórborgar sem er rétt hjá til að kaupa plötuspilara en það vantar 4 rúblur þannig að hann leggur af stað heim og lendir í slagsmáli við þjóf og pabbi hans kemur á móti og sér þetta gerast, hann ræðst á þjófinn og ber hann til dauða. Pabbinn er sendur til Síberíu í þrældóm og þá hefur Pétur fátt til að lifa með og ákveður að fara á eftir honum. Svo leggur hann af stað í hin ýmsu þorp. Gengur eitthvað og safnar sér fyrir lestarferð í annað.
Þetta endalausa ferðalag hjá honum í gegnum Rússland og Síberíu og hvernig hann berst við glæpamenn er svo spennandi að ég gat bara stundum ekki hætt að lesa og oft á tíðum þurfti ég að kíkja á kortið til að sjá staðsetningu bæja og fjarðlægðina sem hann hefur gengið.
Ég mæli eindregið með þessari bók og ef þið klárið þá bók þá kanski er ágætt að byrja á annari bók eftir Terlouw sem ég er að fara að byrja á núna, hún heitir Fárviðri.