Fyrir u.þ.b ári þegar ég var með sjómannsæði var vinur minn sem bennti mér á bókina Pelastikk. Ég fer daginn eftir niður á Bókasafn og tek bókina. Ég byrjaði að lesa hana og ég tek fram að ég les ekki mikið af bókum en ég féll fyrir þessari bók. Í grófum dráttum fjallar hún um Loga sem á heima á Dalvík. Logi er 9 ára drengur og hefur engann áhuga á skóla en sjómennskan á hug hans og hjarta. Sjómennskuferill hans byrjar á því að hann kaupir sér spýtubát sem hann nefnit Lummuna vegna þess hvað hún er með flatan botn og fer að veiða rauðmaga innan hafnar. En svo spyr hann Pálma skipstjóra á síldarveiðibátnum Sleipni hvort hann megi koma með þeim einn túr á síldina. Pálmi svarar já og fer Logi því og talar við mömmu sína því hún tengist einnig síldarævitýrinu því hún vinnur á síldarsöltunarplani. Hún segir að hann megi fara en er samt svodið hrædd um strákinn sinn því fyrri maður hennar druknaði. Svo fer Logi á Sleipni og þá fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru í lífi Loga. Hann kynnist körlunum um borð í Sleipni sem eru margir hverjir ansi skrautlegir. T.D getur einn sagt til um veðrið næstu daga. Svo fylgja þessu líka böll í höfnunum og margt fleira sem við kemur síldarveiðum. Einnig er bróðir hans Loga sem heitir Hermann einnig á síldarbát sem nefnist Hafaldan sem er einnig frá Dalvík og er það mikið kappsmál hjá Loga að Sleipnir verði aflahæstur af síldarbátunum yfir landið allt. Þarna fá lesender einnig lífsýn inn í líf sjómanna sem stundum getur verið erfitt en á köflum skemmtilegt.

Einnig er ég að lesa Röddina eftir Arnald Indriðasson og ég mun senda grein um hana þegar ég er búinn með hana. Takk fyrir.