Ég hef verið að pæla hvaða bók hefur haft mestu áhrif á notendur hérna á þessu áhugamáli? Var ekki einhver sérstök bók í æsku sem varð nánast biblían ykkar?

Ég held að ég verði að segja að Lata-Stelpan hafi haft soldil mikil áhrif á mig. Hvernig húsgögnin gera uppreisn gegn henni í bókinni og fara og þvo sig og húsið.

En já, ástæðan fyrir því að ég skrifa hérna er sú að miðað við hvernig málin eru að þróast í dag lesa krakkar minna en áður. Þeir horfa frekar á sjónvarpið, leika sér í tölvunni eða eru úti í íþróttum. Ég horfði á mynd í ríkissjónvarpinu að morgni föstudagsins langa sem heitir “The Pagemaster” eða ‘Bókaormurinn’ einsog nafnið var þýtt yfir á íslensku. Um miðbik myndarinnar byrjaði ég að sjá eftir því að hafa ekki tekið þessa mynd upp því hún hvatti mig til að fara og lesa fleiri bækur.
Ég held að margir krakkar gætu fengið áhuga á að lesa bækur með því að horfa á þessa mynd, kannski er það bara ég en hún hafði áhrif á mig. Núna langar mig til dæmis til að lesa bækurnar ‘Treasure Island’ og ‘Dr. Jeckyll og Mr. Hyde’.
Ég veit að þetta er ekki staðurinn sem maður skrifar um bíómyndir en þessi hvetur mann til að fara og lesa því bækur hjálpa manni.
Einnig hafa bækur uppeldislegt gildi og hjálpa börnum oft að takast á við vandamálin. Einnig hefur mér fundist að krakkar leggi síður í einelti ef þeir hafa lesið margar bækur um fórnarlömb hrekkjusvína. Þetta er auðvitað mín skoðun en kannski vert að rannsaka þetta.

Ég hvet fólk sem á börn eða frændsystkini sem kunna að lesa en nenna ekki að lesa bækur til að horfa á þessa mynd og sjá svo til hvort þau fái áhuga á því að lesa bækur. En auðvitað skiptir máli að fyrstu bækurnar séu áhugaverðar svo barnið missi áhugann ekki strax aftur. En þetta var bara svona ein ábending um hvernig sé kannski hægt að auka áhuga á lestri.

Ef þið hafið séð þessa mynd þá endilega skrifið ykkar álit á henni og hvort hún hafi haft svipuð áhrif á ykkur.

Gleðilega páska
snikkin