Ég keypti mér Macbook í sumar, er allveg geðveikt ánægður með hana, ég er allveg búinn að skipta yfir núna. En ég keypti mér notaða ca. 2ggja ára gamla iMac, þessa sem er allveg hvít, uppfærði vinnsluminnið og svona og hún er allveg frábær. Gallinn er að í henni er 10.4 Tiger og mér finst Leopard mikið betra og langar að setja upp leopard í hana.
Ég er með leopard diskana sem fylgdu með macbook tölvuni, en ég spurðist fyrir hvort hægt væri að nota þá diska þá var mér sagt að þeir eru læstir fyrir macbook tölvuna. Þannig ég var að velta því fyrir mér hvort það er hægt einhvernveginn að cracka þetta. Ég mundi kaupa mér Leopard retail disk en ég bara á ekki pening fyrir því. Ég vill helst bara bíða þangað til Snow Leopard kemur út og setja hann í báðar tölvurnar. En mig langar svo mikið í Leopard í iMacinn nuna svo ég get farið að vinna á honum, ég fíla ekki Tigerinn nógu mikið.
Er einhver möguleiki að græja þetta?

takk takk