Mustafa Kemal Atatürk (1881-1938)
Mustafa Kemal Atatürk (19. maí 1881 – 10. nóvember 1938) er einn áhrifamesti og afkastamesti maður í nútímasögu Tyrklands. Með umbótum hans breytti hann og hinu steinrunna og staðnaða Ottomanveldi í nútímalegt lýðræðisríki þar sem aldagömlum trúargildum og úreltum stjórnarháttum var vikið fyrir þjóðernisgildi og vestrænar stjórnmálahugmyndir. Í dag er Atatürk minnst sem hetju og er hann dýrkaður af Tyrkjum sem sjálfstæðis- og þjóðarhetja og er minning hans í hávegum höfð til þessa dags. Hvert sem litið er í Tyrklandi má sjá myndir af honum, bæði á heimilum fólks sem og á flestum almenningsstöðum. Auk þess má geta að Atatürk er nafn sem hann tók upp árið 1935 en það þýðir Faðir allra tyrkja.
Mustafa Kemal var fæddist í grísku borginni Þessalóníku árið 1881 sem þá tilheyrði Tyrkjaveldi. Hann varð fljótt pólitískur og gekk í snemma í herinn þar sem hann sannaði sig sem príðisleiðtoga og í fyrri heimsstyrjöldinni sýndi hann mikla hæfileika sem herstjórnandi gegn Bandamönnum í Orrustunni við Gallipoli og gegn Rússum í Kákasusfjöllum.
Tyrkir biðu lægri hlut í fyrri heimsstyrjöldinni og samningunum við Sévres var ríkinu skipt á milli Breta, Frakka, Ítala, Grikkja og Armena sem skildi Tyrki eftir með landsvæði sem nam rétt rúmlega helmingi Anatólíu. Atatürk, sem þá var orðin áberandi persóna sem háttsettur og virtur hershöfðingi og stjórnmálamaður sá að sjálfstæði Tyrkja var ógnað og stofnaði hann stjórnmálaafl, Tyrkneska þjóðernishreyfingin, sem barðist fyrir tyrneskri þjóðernishyggju og sjálfstæði.
Þann 12. febrúar 1920 rufu Bretar síðasta þing Ottomanveldisins sem gerði Ottoman-ríkisstjórnina gjörsamlega lamaða (þótt lömuð hafi verið). Notaði Þjóðernishreyfingin þá tækifærið og stofnaði nýtt þing og þar með hálfgert ríki í ríkinu og notuðaði hún einkaher sinn til varna. Hann krafðist þess að erlendir hermenn færu burt úr landinu og að Sévressamningarnir yrðu afturkallaðir. Þann 19. maí hófst tyrkneska frelsisstríðið þar sem nýja tyrkneska ríkið undir stjórn Atatürks barðist gegn Ottomanríkinu, Bandamönnum, Grikkjum, Armenum og Georgíumönnum. Atatürk vann stóran sigur gegn Grikkjum og gersigraði Armena og á endanum voru Bandamenn knúðir til samninga.
Árið 1923 var Tyrkneska lýðveldið viðurkennt og Ottomanveldið var formlega lagt niður. Atatürk varð fyrsti forseti landsins og stjórnaði hann því til dauðadags. Á átján ára valdatíð sinni framkvæmdi hann margar endurbætur á hinu staðnaða ríki. Má þar helst nefna aðskilnað ríkis og kirkju, afnám soldánaræðisins og kalífadæmisins. Það var tekið upp algjörlega nýtt stjórnarfar þar sem allir voru með kosningarétt og hegningarlög voru eftir ítalskri fyrirmynd auk ýmissa annara laga sem þóttu eðlileg á Vesturlöndum en þekktust ekki í Tyrklandi. Árið 1928 tók Atatürk upp nýtt stafróf, módelað eftir latneska stafrófinu sem notað var í stað þess arabíska og konur fengu aukin réttindi sem ekki þekktust áður. Með aðskilnaði ríkis og kirkju voru að sjálfsögðu öll trúarleg lög afnumin, þar á meðal lög um klæðnað, en Atatürk bannaði íslamskar slæður og tyrknesku hattana Fez.
En þó Tyrkland væri lýðræðisríki var stjórn hans ekki laus við einræðistilburði og var flokkur hans einn í ríkisstjórn á árunum 1923-1945, auk þess sem persónudýrkun á Atatürk var og er enn mjög mikil. Þrátt fyrir hinn mikla uppgang öfgastjórnmálastefna í Evrópu á þessum tíma hafnaði hann bæði fasisma og kommúnisma, en hélt þó nokkuð góðu sambandi við Sovétríkin og beitti á tímabili fimm ára plönum eftir fyrirmynd Stalíns. Atatürk lést árið 1938 og hvílir nú í gríðarstóru grafhýsi í Ankara.
Lesefni:
Wikipedia (enska)
"Heimasíða" Atatürks.
Wikipedia - Endurbætur Atatürks (enska)
Benito Mussolini (1883-1945)
Benito Amilcare Andrea Mussolini (29. júlí 1883 – 28. apríl 1945) var forsætisráðherra Ítalíu á árunum 1922-1943. Hann leiddi Ítalíu í stríð og tók meðal annars þátt í síðari heimsstyrjöldinni við hlið Þjóðverja. Segja má að Mussolini hafi ekkert gert margt aðdáunarvert hvorki sem leiðtogi þjóðar sinnar á friðartímum né leiðtogi hersins í stríði, en hann er faðir fasismans sem stjórnmálafyrirkomulagi en fasistaflokkur Mussolinis var sá fyrsti í heimi og fyrirmynd annarra frægra fasista og má þar helst nefna Francisco Franco og Adolf Hitler.
Mussolini varð fljótt afar pólitískur og gekk hann til liðs við sósíalista. Hann ritstjóri tímarits þeirra um tíma en hann þótti mælskur og góður penni. En þegar hann varð eldri tóku stjórnmálaskoðanir hans að breytast og varð hann þjóðernissinnaðri og harðari í horn að taka, en hingað til hafði hann verið mjög róttækur og ofbeldishneigður maður og hataði hægfara and-byltingarsinnaða sósíalista. Eftir stríð höfðu skoðanir hans breyst mikið og sagði hann skilið við sósíalista og varð harður and-sósíalisti, þó kallaði hann sig róttækan vinstrimann.
Árið 1919 stofnaði Mussolini agressíft félag ásamt öðrum áttaviltum and-sósíalískum ungum mönnum þar sem sósíalistsum var beitt ofbeldi. Þetta félag varð að fyrsta fasistafélagi Ítalíu og urðu til mörg slík í framhaldi af því eftir því sem það varð meira áberandi. Einkaher fasistanna voru kallaðir Svartstakkar (squadristi) en pólitískur armur hreyfingarinnar varð viðameiri með tímanum og árið 1921 sameinaði Mussolini öll félögin og stofaði einn stjórnmálaflokk, Ítalska Fasistaflokkinn (Partito Nazionale Fascista), en þá varð markmiðið það að ná völdum í landinu.
Árið 1922 urðu þeir ríkissstjórninni ógn og hótaði hún að beita aðgerðum til að bægja niður ógnaröldu fasismans. Í framhaldi af þessu hófu fasistar hina frægu „Göngu til Rómar“ þar sem þeir gengu til höfuðborgarinnar vopnaðir byssum og mótmæltu þessu. Í stað þess að samþykkja neyðarlög bauð konungur Ítalíu Mussolini að mynda stjórn og fljótlega varð hann orðinn að forsetisráðherra.
Sem forsætisráðherra tók hann sér alræðisvald og breytti landinu í lögregluríki þar sem aðrir stjórnmálaflokkar voru bannaðir og persónufrelsi var hamlað. Allir pólitískir andstæðingar voru ýmist handteknir eða drepnir. Utanríkisstefna Mussolinis var einnig agressíf. Árið 1936 fór hann í stríð við Eþíópíu til að stækka nýlenduveldi Ítala og árið 1940 lýsti hann yfir stríði við Bandamenn og börðust Ítalir og Bretar í Norður-Afríku. En ekki gekk það betur en svo að Bandamenn sigruðu Ítali og sóttu langt inn í landið árið 1943 var Mussolini neyddur til afsagnar. Hann flúði þá til Þýskalands en snéri aftur mánuði síðar og fór fyrir Ítölsku leppríki Þjóðverja á Norður Ítalíu. Það var svo í apríl 1945 sem kommúnískur uppreisnarhópur handsamaði hann og skaut nokkru síðar.
Lesefni:
Wikipedia (enska)
Fróðleg grein um Mussolini.
Hvað er fasismi? (Vísindavefurinn)
Otto von Bismarck (1815-1898)
Otto Eduard Leopold von Bismarck-Schönhausen fursti og hertogi af Lauenburg (1. apríl 1815 – 30. júlí 1898) var þýskur stjórnmálamaður og forsprakki sameiningar Þýskalands árið 1871. Hann var íhaldssamur konungssinni og sannur prússneskur/þýskur þjóðernissinni. Á árunum 1862 – 1890 starfaði hann sem forsætisráðherra Prússlands og kanslari Norður–Þýska ríkjabandalagsins frá 1867 og við stofnun Þýska keisaradæmisins þjónaði hann sem kanslari til 1890.
Hans mesta verk var að leggja grunnin að nútímaríkinu Þýskalandi. Hann vidi stuðla að yfirburðum hins prússneska veldis innan Evrópu til þess tókst honum að sameina þýsku ríkin með Prússlandi í forystu einnig var grundvallaratriði að viðhalda prússneska konungsveldinu og hinu aristókratíska stjórnarfari innan keisardæmisins. Þetta gerði hann með pólitískri tilfærslu og í stríðum á sjöunda áratug 19. aldar. Þar má helst nefna stríð Prússlands við Austurríki þar sem hann tryggði Prússlandi yfirburðina innan Þýska ríkjasambandsins og stríð Prússlands gegn Frakklandi 1870-71 þar sem hann tryggði Prússlandi yfirburðarstöðu á meginlandinu.
Sem kanslari Þýskalands reyndi hann að hamla áhrif kaþólsku kirkjunar innan ríkisins og sem sannur aristókrati átti hann í kröppum dansi við sósíaldemúkrata og setti upp andsósíalísk lög þó Þýskaland undir hans stjórn hafi gengið í gegnum frekar framúrskarandi félagslagasetningar. Til að koma í veg fyrir þjóðernisvandamálin sem Austurríkismenn börðust við í sínu ríki reyndi Bismarck að „þjóðverjavæða“ þjóðernishópa innan ríkisins (þá helst dani í Schleswig, Frakka í Alsace-Lorraine og Pólverja í Austur Prússlandi.
Þrátt fyrir sitt góða samband við Wilhelm I keisara fóru völd hans minnkandi þegar Wilhelm II komst til valda (enda var hann um 40 árum yngri) og árið 1890 var hann neyddur til afsagnar. Segja má að hann hafi verið þjóðarhetja Þjóðverja og fékk hann viðurnefnið „Járnkanslarinn“ eftir fræga ræðu sem hann hélt um sameiningu Þýskalands, en hann hélt því fram að ríkin yrðu sameinuð „með járni og blóði“ en ekki umræðum og kosningum á þingi.
Lesefni:
Wikipedia (enska)
Sameining Þýskalands (Wikipedia (enska))
'Kulturkampf' Bismarcks gegn kaþólsku kirkjunni. (Wikipedia (enska))
Idi Amin Dada (~1925–2003)
Idi Amin Dada Oumee (~1925 – 16. ágúst 2003) var forseti Úganda frá árinu 1973 til 1979. Valdatíð hans þótti einkennast af mikilli grimmd þar sem talið er að hundruð þúsundir Úgandabúar hafi verið pyntaðir og myrtir. Fátt er vitað með vissu um uppruna hans en líklegt þykir að hann sé fæddur í Kampala eða Koboko í kringum 1925. Árið 1946 gekk hann í breska nýlenduhersveit í Úganda (King's African Rifles) þar sem hann var sendur meðal annars til Sómalíu og Kenýa til að berjast við uppreisnarseggi, þó Amin sjálfur sagðist hafa barist í Burma í síðari heimsstyrjöldinni. Einnig átti hann frama í léttþungavigt og var hann úgandskur hnefaleikameistari í níu ár.
Þegar Úganda fékk sjálfstæði undan Bretlandi varð Amin háttsettur innan úgandska hersins en tók öll völd í landinu þegar herinn framdi valdarán árið 1971. Hann kom á herlögum og tók við embætti forseta lýðveldisins og yfirmanns alls herafla þess. Herstjórn hans nýddist á ýmsum þjóðflokkum þá sérstaklega langómönnum og atsjólímönnum auk þess sem hann var í andófi við Evrópu-og Asíubúa og Gyðinga og haft er eftir honum að hann hafi talað um að Hitler hafi ekki drepið nóg af þeim í síðari heimsstyrjöld.
Hann lýsti yfir „efnahagsstríði“ gegn Asíu-og Evrópubúum en þeir áttu margar eignir og fyrirtæki í landinu og árið 1972 rak hann um sextíu þúsund Asíubúa úr landi. Hann taldi sig yfir allt og alla hafinn og gaf sér titilinn; Hans æruverðuga hátign, forseti til lífstíðar og ofursti Al Hadjí, Doktor Ídí Amín, VC, DSO, MC, drottnari allra lifandi skepna og fiska sjávarins og sigurvegari breska heimsveldisins í Afríku og sérstaklega í Úganda. Einnig hefur hann verið bendlaður við mannát og var orðrómur um að hann hafi étið son sinn auk þess sem hann aflimaði eiginkonu sína.
Idi Amin myrti um 80-500.000 manns í valdatíð sinni, marga háttsetta úr ríkisstjórn sinni og var flestum líkanna hent í ánna Níl. Þúsundir flóttamanna flúðu til nágrannaríkisins Tanzaníu og reyndu árið 1972 misheppnaða tilraun til að steypa honum. Aftur flæddi uppúr árið 1978 þegar bardagar brutust út við landamærin á milli hermanna sem voru ósáttir við efnahagsóstjórn Amins og hermanna sem studdu hann. Þá blönduðu andófssamir flóttamenn sem höfðu hæli í Tanzaníu sér í bardagann sem endaði með því að Amín lýsti yfir stríði við Tanzaníu. Því stríði lauk með ósigri hans og hrökklaðist hann frá völdum er tanzanskir hermenn hertóku höfuðborgina Kampala. Þá flúði hann til Saudi-Arabíu þar sem hann dvaldist þar til hann lést árið 2003.
Lesefni:
Viðtal við Idi Amin í útlegð 1980.
Wikipedia (enska)
Napoléon Bonaparte (1769-1821)
Napoléon Bonaparte, Napóleon Bónaparte eða Napóleon I (15. ágúst 1769 - 5. maí 1821) leiðtogi Frakklands, fyrst sem aðalræðismaður Franska lýðveldisins frá 1799 til 1804 og síðan sem keisari Frakklands og konungur Ítalíu til 1814. Hann fæddist á eyjunni Korsíku árið 1769 og gekk fljótlega í herinn. Hann varð herforingi í byltingarhernum og átti þar góða daga og sýndi mikla gáfu til hernaðar. Árið 1799 gerðist Napóleon aðalræðismaður Franska lýðveldisins eftir valdarán en endaði uppi sem keisari Franska keisaradæmisins árið 1804.
Á næstu árum hafði hann lagt undir sig hvert stórveldi Evrópu á fætur öðru en þó ekki Bretaveldi sem stóð uppi í hárinu á honum þar til yfir lauk. Hann reyndi einnig misheppnaða tilraun til að leggja undir sig víðáttur Rússlands árið 1812 en her hans varð aldrei samur eftir þá svaðilför og leiddi sú innrás til fall hans. Óvinir Napóleons, Rússar, Bretar, Svíar, Austurríkismenn, Prússar og fleiri þýsk ríki sigruðu hann loksins við Lepzig 1813 og réðust þaðan inn í Frakkland. Við þetta neyddist hann til að segja af sér og var sendur í útlegð til eyjarinnar Elbu. En ári síðar snéri hann aftur til Frakklands og náði aftur völdum. Sú stjórn varaði skamt og var hann endanlega sigraður árið 1815 við Waterloo í Belgíu. Þá var hann enn sendur í útlegð, nú út á Atlandshaf á eyjuna St. Helena. Þar dó hann árið 1821 úr magakrabbameini en ekki er þó vitað með fullri vissu hvað nákvæmlega banaði keisaranum.
Arfleifð Napóleons til hernaðar er gríðarleg. Herkænskubrögð hans og hernaðartaktík voru og eru í hávegum höfð í herakademíum í Evrópu og víðar og ekki má gleyma lagakerfi hans Code Napoléon sem
lagakerfi nútímans byggja mörg á.
Lesefni:
Wikipedia
Wikipedia (enska)