Forniskógur, Fangorn og Mirkviður Hér ætla ég loks að rita grein um skógana úr Hringadróttinssögu. Mér finnst vanta greinar um náttúruna sem Tolkien skapaði og ætla ég því aðeins að lífga uppá það. Endilega hafið gaman af og lesið!!!



Þessir þrír skógar Forniskógur, Fangorn og Mirkviður hafa það allir sameiginlegt að þeir eru allir bráðhættulegir.
Forniskógur er mjög hættulegur í augum Hobbita þar sem sagt var að tréin væru á lífi þar. Sum tréin voru búin að vefja sig um limgerðið sem aðskilur skógin sjálfan og bæinn austan við Brúnavínsána Bukksveit og Bukkhólinn sjálfan. Þá tóku brettu Hobbitanir uppá sér ermanar og brendu allan skóginn í nánd við limgerðið. Alveg síðan þá hafa tréin haft óvild af hobbitunum. Á dagin hafa tréin alveg rólegt um en á kvöldin byrja þau að eins og að tala á óskiljanlegu máli fyrir Hobbitana og greinarnar byrja hristast og gera skrítin hljóð. Skógurinn er jú ævaforn, miklu eldri en Hobbitanir gera sér grein fyrir og hefur hann staðið þarna um aldur og ævi. Tréin í honum voru öll að svipuðu leiti eins, græn eða gráleitur mosi vaxin á þeim eða með einhverju klístri á.
Kanski eru Entvífnar í Fornaskógi og kanski ekki en Hobbitanir segja að svo sé ekki þó að það sé mjög líklegt að þær hafa farið þangað eftir hremminganar sem komu fyrir þær á austurbakka Anduin, þar sem Enturnir komu að brunnum skóginum. Gráviðjan sem greip Pípinn og Kát í Fornaskógi gat allt eins verið Entvíf sem væri allveg að fjara út og verða af tréi aftur eins og var að gerast með marga Entur í Fangorn skógi.
Gráviðjumóðan er svo áin sem rennur gegnum Fornaskóg frá vestri til austurs þvert í gegnum skógin.



Mirkviður er fullur af allskyns kvikindum eins og litlum kóngulóm(gætu hugsanlega verið afkvæmi Skellu)sem Bilbó Baggi lenti í.
Svo er það Dol Guldur þar sem Sauron sjálfur var búinn að koma sér fyrir og farinn að taka sér mynd aftur þegar Hvíta ráðið hraki hann burt þar sem hann var búinn að vera þar um tíma.
Margir telja skóginn hættulegan eins og Dvergar sem er hræddir við Skógarríki álfa þar en sumir ekki hræddir við skóginn. Bilbó lenti samt í dýflyssum álfa þar og Dverganir með honum.
Legolas er frá Mirkviði og er sjálfur prinsinn þar.

Sjálfur skógurinn er á köflum þéttur þar sem þetta er stærsti skógur Miðgarðs og ekki nema von um að hann sé hættulegur og stór og ekki mjóg farinn af öðrum kynþættum nema álfum sem búa þar.



Þá er það Fangorn skógurinn, skógur Entana. Hann er liggur við Ísarngerði, samastað Sarúmans hins Hvíta. Hann er mjög gamall skógur og hefur gamla og ævaforna visku að geyma. Öll tréin í honum eru ævaforn eins og sést á börknum á þeim þar sem sum er mjög illa farin. Til er svo mirkur staður í honum að ekki einustu ljósglæru er að finnast þar.
Enturnir í skóginum eru margir allir farnir að breytast í tré eða lífskraftur Entsins í honum að fjara út og fer þeim þannig ort fækkandi því það vantar líka Entvífnar en þær hurfu á braut fyrir löngu síðan. Entunir hafa orðið einmanna og vilja finna Entvífnar en vita ekki hvert skal halda þótt það gæti verið að þær séu í Fornaskógi eins og kom hér fyrr í greininni um.
Sarúman fór oft um Fangorn skóg áður en hann sveik alla frjálsu kynþætti Miðgarðs. Hann hitti oft Trjáskegg og þeir töluðu saman um allt milli himins og jarðar ef svo má að orði komast og Sarúman hlustaði hugfanginn á orð Entsins Tjáskegg.
Trjáskeggur er talinn vera skógurinn Fangorn sjálfur og ber hann því líka nafnið Fangorn undi höfði og er elstur Entana.


Þá er þetta orðið ágætt og vildi ég aðeins fræða ykkur ef það eru einhverjir nýjir hér í Tolkien fræðum en líka hina sem gætu haft gaman af þar sem Kaflinn “Forniskógur” er afar afar merkilegur þar sem skógurinn er ævaforn.


*J*D*M*